Bayern München vann þýska Ofurbikarinn í níunda sinn Borussia Dortmund og Bayern München áttust við í baráttunni um þýska Ofurbikarinn í kvöld. Lokatölur 3-1, Bayern München í vil, en þetta var í níunda skipti sem liðið vinnur bikarinn. Fótbolti 17. ágúst 2021 20:27
Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. Enski boltinn 17. ágúst 2021 18:01
Fjórir lykilmenn ÍBV greindust með veiruna Fjórir lykilkmenn karlaliðs ÍBV eru smitaðir af kórónaveirunni. Liðið er í öðru sæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu, og í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 17:58
Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 16:30
Aron Snær óbrotinn en fékk heilahristing Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, þurfti að fara af velli í 0-3 tapi Fylkis gegn Víkingum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu eftir harkalegan árekstur. Aron Snær er óbrotinn en fékk heilahristing og veit ekki hversu lengi hann verður frá. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 16:01
Barist um Norðurlandið og lífsnauðsynleg stig í beinni í kvöld Þór/KA hefur enn ekki unnið heimaleik í Pepsi Max deild kvenna í sumar og í kvöld er komið að baráttunni um Norðurlandið þegar Stólarnir koma í heimsókn í Þorpið. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 15:30
Víkingarnir voru reiðir eftir tæklingu á Nikolaj Hansen: Vonandi ekki brotinn Víkingar fögnuðu góðum sigri í Árbænum í gærkvöldi en urðu fyrir áfalli þegar Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar karla í fótbolta, fór meiddur af velli á 37. mínútu leiksins. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 14:30
KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 13:55
Markadrottningin afgreiddi Valskonur Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Fótbolti 17. ágúst 2021 13:55
Locatelli til Juventus Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli er á leið til Juventus frá Sassuolo. Hann skrifar undir samning til ársins 2026. Fótbolti 17. ágúst 2021 13:36
Afganskar knattspyrnukonur í felum og kalla á hjálp Talibanar náðu Kabúl, höfuðborg Aftanistan, undir sitt vald á sunnudag. Leikmenn afganska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa nær allar farið í felur enda óttast þær um líf sitt í kjölfar valdaskiptanna. Fótbolti 17. ágúst 2021 13:01
Ancelotti sver fyrir áhuga á Ronaldo Svo virðist vera að blaðamaður spænsku sjónvarpsstöðvarinnar El Chiringuito hafi skáldað upp frétt sína í morgun um að Carlo Ancelotti hefði áhuga á því að kaupa Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Fótbolti 17. ágúst 2021 12:46
Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 12:01
Mourinho búinn að fá Tammy Abraham til Rómar og hringnum lokað Ítalska félagið Roma hefur keypt framherjann Tammy Abraham frá Chelsea. Fótbolti 17. ágúst 2021 11:25
Kjartan Henry sagði Hjörvari að „skíta ekki á sig“ Mikill hiti var í leik HK og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. KR-ingar lönduðu mikilvægum 1-0 sigri þrátt fyrir að vera manni færri í rúmar 80 mínútur. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 11:15
Fanndís tók fjögurra mánaða dóttur sína með út í Evrópuleikina Fanndís Friðriksdóttir og félagar hennar í Valsliðinu spila við þýska liðið Hoffenheim i fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 17. ágúst 2021 10:46
Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 10:01
Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Enski boltinn 17. ágúst 2021 09:46
Höfðum áður reynt að fá Berglindi til okkar Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur samið við eitt af bestu liðum sænsku úrvalsdeildarinnar og ætlar að hjálpa liðinu að vinna sér sæti í Evrópukeppninni í haust. Hún skrifaði undir hjá Hammarby og er samningurinn út næsta ár. Fótbolti 17. ágúst 2021 09:30
Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 09:15
Berglind Björg fer frá Frakklandi til Svíþjóðar og semur við Hammarby Íslenski landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að finna sér nýtt félag í Svíþjóð eftir að hafa spilað undanfarið í Frakklandi. Fótbolti 17. ágúst 2021 09:00
Ancelotti sagður vilja fá Ronaldo aftur til Real Madrid Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er sagður opinn fyrir því fá Cristiano Ronaldo aftur til spænska liðsins en portúgalski framherjinn var frábær undir hans stjórn á sínum tíma. Fótbolti 17. ágúst 2021 08:12
Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt. Íslenski boltinn 17. ágúst 2021 07:01
Forsetinn segir skuldir Barcelona 1,35 milljarða evra: „Þeir eyddu Neymar-peningunum á ljóshraða“ Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann segir skuldastöðu félagsins vera afleita eftir óstjórn fyrri forseta Josep Bartomeu og sakar forvera sinn um lygar. Fótbolti 16. ágúst 2021 23:30
PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. Fótbolti 16. ágúst 2021 23:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar. Íslenski boltinn 16. ágúst 2021 23:00
Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum. Íslenski boltinn 16. ágúst 2021 22:45
Ein sú besta í sögunni leggur skóna á hilluna Bandaríska fótboltakonan Carli Lloyd mun senn leika sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum. Lloyd tilkynnti í dag að hún myndi leggja skónna á hilluna í haust. Fótbolti 16. ágúst 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍA 2-1 | Vítaspyrnumark Árna í lokin tryggði Blikum sigur Breiðablik vann 2-1 sigur á ÍA er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Blikar þurftu að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Íslenski boltinn 16. ágúst 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. Íslenski boltinn 16. ágúst 2021 22:04