Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ

KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Stjórn KSÍ segir af sér

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara.

Sport
Fréttamynd

Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér

Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar.

Sport
Fréttamynd

Sá besti fram­lengir til 2027

Portúgalski varnarmaðurinn Rúben Dias hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Manchester City til ársins 2027. Aðeins er rétt ár síðan Dias gekk í raðir City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum.

Innlent