Alexandra skoraði í bikarsigri Alexandra Jóhannsdóttir og liðsfélagar hennar í Eintracht Frankfurt heimsóttu Nürnberg í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Alexandra skoraði þriðja mark liðsins í öruggum 5-0 sigri. Fótbolti 26. september 2021 15:12
Úlfarnir höfðu betur gegn Dýrlingunum Southampton tók á móti Wolves í fyrri leik dagsins í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Byrjun Úlfanna á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum, en þeir unnu góðan 1-0 sigur í dag. Enski boltinn 26. september 2021 14:57
Albert og félagar aftur á sigurbraut Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust loks aftur á sigurbraut þegar að liðið fékk Go Ahead Eagles í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0, en liðið hafði tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í dag. Fótbolti 26. september 2021 14:26
Elías og félagar enn á toppi dönsku deildarinnar Tveimur leikjum er lokið í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland eru með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 1-0 útisigur gegn Randers og Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB gerðu 1-1 jafntefli gegn Viborg. Fótbolti 26. september 2021 14:06
Fyrsta tap United á tímabilinu María Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í Manchester United töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar að liðið tók á móti ríkjandi Englandsmeisturum Chelsea. Lokatölur 6-1, en María spilaði allan leikinn í hjarta varnar United. Fótbolti 26. september 2021 13:26
Juventus vann annan leikinn í röð Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu er Juventus nú búið að vinna tvo leiki í röð. Liðið vann mikilvægan 3-2 sigur þegar að Sampdoria mætti í heimsókn. Fótbolti 26. september 2021 12:27
Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ. Íslenski boltinn 26. september 2021 11:15
Arnór kom inn á í sigri | Guðmundur og félagar töpuðu Leikið var í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í New England Revolution eru enn langefstir í austur deildinni eftir 2-1 sigur gegn Orlando City en Guðmundi Þórarinssyni og félögum hans í New York City FC mistókst að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þegar þeir töpuðu 1-0 gegn nágrönnum sínum í New York Red Bulls. Fótbolti 26. september 2021 09:46
Sjáðu mörkin, fagnaðarlætin og þegar Víkingar hófu bikarinn á loft Víkingur Reykjavík varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. Íslenski boltinn 26. september 2021 08:01
Enginn leikmaður Liverpool fljótari en Salah í 100 úrvalsdeildarmörk Mohamed Salah varð í dag fljótasti leikmaður í sögu Liverpool til að skora 100 úrvalsdeildarmörk þegar hann skoraði annað mark liðsins í 3-3 jafntefli gegn Brentford. Enski boltinn 25. september 2021 23:07
Rúnar Páll gerir þriggja ára samning við Fylki Rúnar Páll Sigmundsson mun halda áfram sem aðaþjálfari Fylkis. Rúnar tók við liðinu undir lok tímabils, en hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. Fótbolti 25. september 2021 22:00
Kári Árna fagnar titlinum á kosningakvöldi: „Við náðum að klára okkar og ég vona að minn flokkur nái að klára sitt“ „Þetta er bara lyginni líkast og eitthvað sem við bjuggumst ekki við svona snemma í ferlinu, en við erum búnir að klára þetta og ánægjan eftir því.“ Innlent 25. september 2021 21:53
Villareal sótti stig gegn Madrídingum Real Madrid hefur byrjað tímabilið af miklum krafti, en þeim tókst ekki að sækja sigur á heimavelli gegn Villareal. Lokatölur 0-0, en þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem að Real Madrid mistekst að skora. Fótbolti 25. september 2021 21:05
Enginn Messi þegar PSG vann áttunda leikinn í röð Paris Saint-Germain er enn með fullt hús stiga í frönsku úrvalsdeildinni eftir 1-0 sigur gegn Montpellier í kvöld. Lionel Messi var ekki með liðinu í kvöld frekar en í síðasta leik. Fótbolti 25. september 2021 20:53
Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. Íslenski boltinn 25. september 2021 20:00
Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið. Enski boltinn 25. september 2021 19:30
AC Milan á toppinn | Meistararnir töpuðu stigum AC Milan lyfti sér að minnsta kosti tímabundið í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Spezia í dag. Á sama tíma gerðu ítölsku meistararnir í Inter 2-2 jafntefli gegn Atalanta. Fótbolti 25. september 2021 18:51
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn náðu á ótrúlegan hátt að bjarga sér frá falli í háspennu leik við heimamenn í Keflavík í dag. Lokatölur voru 2-3 eftir að Keflavík leiddi 2-0 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Bæði lið náðu að halda sæti sínu í deildinni, eftir að HK tapaði fyrir Breiðablik á sama tíma. Íslenski boltinn 25. september 2021 18:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Leiknir R. 2-0| Víkingur Reykjavík Íslandsmeistari 2021 Víkingur vann Leikni 2-0. Markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og lagði upp það seinna.Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitil Víkings og sá fyrsti í 30 ár. Íslenski boltinn 25. september 2021 18:31
Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. Enski boltinn 25. september 2021 18:27
Ari skoraði í stórsigri | Adam Örn og félagar fjarlægjast fallsvæðið Tveir leikir fóru fram í norska fótboltanum í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Ari Leifsson skoraði fjórða mark Strömsgodset í 5-0 sigri gegn Sarpsborg 08 og Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður þegar að Tromsö vann mikilvægan 2-1 útisigur gegn Lilleström. Fótbolti 25. september 2021 18:08
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 2-2 | KA-menn misstu af þriðja sætinu KA-menn misstu af þriðja sætinu þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi MAx deildar karla í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:53
Umfjöllun: Stjarnan - KR 0-2 | KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið og eiga enn von á Evrópusæti Stjörnumenn fengu KR-inga í heimsókn í Garðabæinn í dag í lokaleik sínum í Pepsi-Max deild karla. KR-ingar tryggðu sér 3.sæti í deildinni með 2-0 sigri sem gæti gefið Evrópusæti ef Víkingur R. vinnur Mjólkurbikarinn. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:44
„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. Fótbolti 25. september 2021 17:36
Karólína og Glódís áfram í þýska bikarnum eftir stórsigur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru komnar áfram í þriðju umferð þýska bikarsins í knattspyrnu með liði sínu Bayern München. Þær unnu 6-0 stórsigur þegar að liðið heimsótti SV 07 Elversberg. Fótbolti 25. september 2021 17:34
Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. Fótbolti 25. september 2021 17:25
Brynjar Björn: Skrýtið að helmingi heimaleikja sé lokið þegar fjórir mánuðir eru eftir HK féll úr Pepsi Max deildinni í knattspyrnu karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Breiðablik 3-0 í lokaumferð mótsins. ÍA vann sinn leik á móti Keflavík og því þurfa HK-ingar að bíta súra eplið. Brynjar Björn fór yfir tímabilið og vegferð HK með blaðamanni eftir leikinn. Fótbolti 25. september 2021 17:25
Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik. Fótbolti 25. september 2021 17:10
Umfjöllun: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallið úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:05
Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. Íslenski boltinn 25. september 2021 16:54