Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Slæmt tap Alberts og félaga

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær: Minn versti dagur

Manchester United hefur sjaldan séð verri daga en í dag eftir að liðið beið lægri hlut fyrir erkifjendum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann El Clasico

Real Madrid bar sigurorð af Barcelona í hinum sögufræga leik við Barcelona, El Clasico, í dag. Real Madrid hafði yfirhöndina allan leikinn eftir að hafa komist yfir í hálfleik og unnu að lokum sigur, 1-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíþjóð: Sveinn Aron með tvennu í sigri

Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen var í banastuði þegar að lið hans, Elfsborg, fékk Sirius í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskunni, í dag. Þá vann Hammarby ótrúlegan sigur eftir að hafa lent undir.

Sport
Fréttamynd

Maddison hetja Leicester í sigri á Brentford

Leicester mætti í heimsókn til Brentford í dag í ensku úrvalsdeildinni. Eftir jafnan leik þá tókst Leicester að knýja fram sigur í lokin með marki frá James Maddison. Flott úrslit fyrir Leicester, sem er óðum að komast á beinu brautina í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Antonio sökkti Tottenham

West Ham sigraði Tottenham í Lundúnaslagnum í dag. Það var Michail Antonio sem var hetja West Ham enn og aftur, en hann skoraði sigurmarkið á 72. mínútu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rangers á toppinn eftir sigur

Annað af risaliðum Skotlands, Glasgow Rangers, var í eldlínunni í dag þegar að liðið mætti St. Mirren á útivelli. Lærisveinar Steven Gerrard lentu undir strax í byrjun en náðu að kjýja fram sigur, 1-2, þrátt fyrir það.

Sport
Fréttamynd

Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum

Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Grátlegt tap hjá Esbjerg

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg voru með leikinn gegn Fredericia í hendi sér framan af leik en gestunum tókst að jafna og svo komast yfir í uppbótartíma. 1-2 tap niðurstaðan hjá Esbjerg sem eru í smá vandræðum í neðri hluta deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kanarífuglarnir étnir á Brúnni

Það er ekki hægt að segja að hinir gulgrænu Kanarífuglar frá austur-Anglíu hafi verið mikil fyrirstaða fyrir topplið Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea tók öll völd á vellinum á fyrstu sekúndu, náðu fljótt forystu og völtuðu svo yfir Norwich, 7-0.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lyngby á toppinn

Lærisveinar Freys Alexandersonar, Lyngby, sóttu sér þrjú stig í dönsku fyrstu deildinni með 0-1 sigri á Horsens. Lyngby komst með sigrinum í efsta sæti deildarinnar.

Sport