Tilfinningaríkt fyrir Conte að snúa aftur á Brúna í kvöld Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í kvöld í fyrri leik liðanna í enska deildarbikarnum en hinum leiknum, sem átti að fara á morgun milli Liverpool og Arsenal, hefur verið frestað um viku. Enski boltinn 5. janúar 2022 16:31
Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. Fótbolti 5. janúar 2022 14:30
Leik Arsenal og Liverpool frestað Beiðni Liverpool um að fresta fyrri leik liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins hefur verið samþykkt. Leikurinn átti að fara fram á Emirates annað kvöld. Enski boltinn 5. janúar 2022 13:25
Mendy færður í eitt alræmdasta fangelsi Bretlands Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City sem er sakaður um átta kynferðisbrot, hefur verið færður í eitt alræmdasta fangelsi Englands vegna ótta um öryggi hans. Enski boltinn 5. janúar 2022 13:00
Missti af stórkostlegu marki Kovacic á móti Liverpool af því hann var í símanum Mateo Kovacic skoraði eitt af mörkum ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi þegar hann kom Chelsea inn í leikinn á móti Liverpool. Enski boltinn 5. janúar 2022 12:31
Ekki búið að ráða nýjan aðstoðarþjálfara en Davíð Snorri og Ólafur Ingi hjálpa til í Tyrklandi Nýr aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verður ráðinn seinna í þessum mánuði, eftir vináttulandsleikina í næstu viku. Fótbolti 5. janúar 2022 11:25
Jón Daði og átta úr Víkingi og Breiðabliki í landsliðshópnum sem fer til Tyrklands Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur valið 23 leikmenn í fyrstu tvo landsleiki ársins sem fram fara í Tyrklandi í næstu viku. Fótbolti 5. janúar 2022 11:19
Íþróttastjörnur giftu sig á Nýársdag Sloane Stephens og Jozy Altidore héldu upp á nýtt ár með því að gifta sig á Nýársdag en þau sögðu bæði frá gleðidegi sínum á samfélagsmiðlum sínum. Fótbolti 5. janúar 2022 11:01
Margir leikmenn sagðir vilja komast í burtu frá Man. United Það er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða mjög krefjandi fyrir Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra Manchester United. Enski boltinn 5. janúar 2022 10:31
Áhugi frá mörgum liðum og löndum en leist best á Häcken Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist hafa haft úr mörgum möguleikum að velja en litist best á Häcken í Svíþjóð. Fótbolti 5. janúar 2022 10:00
Liverpool aflýsti fundi því varamaður Klopps er einnig smitaður Liverpool varð að hætta við blaðamannafund sem átti að vera í dag vegna leiks liðsins við Arsenal annað kvöld í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Enski boltinn 5. janúar 2022 09:48
Félag Aron Einars kærði mótherjana eftir að leikmaður mætti til leiks „með Covid“ Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu á heimavelli í katörsku Stjörnudeildinni í gær en það eru ekki það síðasta sem við heyrum af þeim leik. Fótbolti 5. janúar 2022 09:00
Afsökunarbeiðni Lukaku: „Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum“ Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali sem tekið var fyrir nokkrum vikum síðan en birtist skömmu fyrir stórleik Chelsea og Liverpool um liðna helgi. Enski boltinn 4. janúar 2022 23:00
Eriksen stefnir á að taka þátt á HM í Katar Christian Eriksen hefur ekki spilað fótbolta síðan hann hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Þrátt fyrir að hafa farið í hjartastopp á tæknilega séð dáið í nokkrar mínútur þann örlagaríka dag ætlar Eriksen sér samt að taka þátt á HM síðar á þessu ári. Fótbolti 4. janúar 2022 22:41
Trippier fyrstu kaup nýrra eigenda Newcastle Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier verður fyrstu kaup nýrra eigenda Newcastle United, ríkasta íþróttafélags í heimi. Fótbolti 4. janúar 2022 21:31
Serbneskur fjölmiðlamógúll kaupir Dýrlingana Dragan Solak, serbneskur fjölmiðlamógúll, hefur keypt enska knattspyrnufélagið Southampton fyrir 100 milljónir punda. Dýrlingarnir sitja sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti 4. janúar 2022 21:00
Svava Rós orðuð við AC Milan Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur er orðuð við ítalska knattspyrnufélagið AC Milan. Yrðu þá tvær íslenskar landsliðskonur á mála hjá félaginu en varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir er nú þegar í Mílanó. Fótbolti 4. janúar 2022 20:30
Forseti FIFA vill líka EM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti FIFA, er opinn fyrir því að halda Evrópumót karla í fótbolta á tveggja ára fresti. Fótbolti 4. janúar 2022 20:01
Liverpool biður um frestun Kórónuveiran heldur áfram að setja mark sitt á leiki enskrar knattspyrnu þessa dagana. Veiran geisar nú á æfingasvæði Liverpool og er alls óvíst hvort leikur liðsins gegn Arsenal á fimmtudag get farið fram. Enski boltinn 4. janúar 2022 19:00
Aftur fjárfestir Everton í bakverði Enska knattspyrnufélagið Everton heldur áfram að bæta í bakvarðarsveit sína. Félagið festi kaup á hinum tvítuga Nathan Kenneth Patterson í dag. Enski boltinn 4. janúar 2022 18:31
Lukaku búinn að segja sorrí og verður í hóp gegn Spurs Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sínum við Sky Sports á Ítalíu og verður í leikmannahópi Chelsea gegn Tottenham í undanúrslitum deildabikarsins annað kvöld. Enski boltinn 4. janúar 2022 14:55
Albert hoppaði úr flugvél og íhugar sína kosti Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson nýtti frítíma sinn í Dúbaí um jólin til að skella sér í fallhlífarstökk. Fótbolti 4. janúar 2022 14:00
Agla María semur við Häcken Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir hefur gert þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið BK Häcken. Fótbolti 4. janúar 2022 13:15
Ísak Snær til Breiðabliks Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Undanfarin tvö sumur hefur hann spilað með ÍA. Íslenski boltinn 4. janúar 2022 12:54
Sara Björk flogin til Frakklands með Ragnar Frank sinn Íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir steig næsta skrefið í endurkomu sinni eftir barnsburð þegar hún flaug til Frakklands í morgun. Fótbolti 4. janúar 2022 12:30
Keppinautur Elíasar segist ekki ætla aftur til Midtjylland og heldur áfram að kvarta Danski markvörðurinn Jonas Lössl segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. Ristjóri bold.dk skilur ekki hvað honum gengur til með ummælum sínum. Fótbolti 4. janúar 2022 12:01
Sonni afar ósáttur við Jerv: „Það fáránlegasta sem ég hef lent í“ Færeyski fótboltamaðurinn Sonni Ragnar Nattested er afar ósáttur með vinnubrögð norska úrvalsdeildarliðsins Jerv sem rifti samningi sínum við hann, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við það. Hann segir þetta það fáránlegasta sem hann hafi lent í. Fótbolti 4. janúar 2022 11:30
Gummi Tóta út en Lionel Messi mögulega inn á hæstu launum heims Lionel Messi er nú orðaður við bandaríska fótboltann en bandarísku meistararnir í New York City FC eru sagðir tilbúnir að gefa honum risasamning. Fótbolti 4. janúar 2022 11:08
Segir að Christian Eriksen fari að æfa með liði í þessum mánuði Umboðsmaður danska knattspyrnumannsins Christian Eriksen hefur mjög góðar fréttir að færa að skjólstæðingi sínum en allt hefur gengið mjög vel hjá kappanum í endurhæfingu hans að undanförnu. Fótbolti 4. janúar 2022 10:31
Paul Ince hefur áhyggjur: Segir leikmenn Man. United vera út um allt Fyrrum lykilmaður á miðju Manchester United hefur áhyggjur af sínu gamla félagi eftir að hafa horft upp á liðið tapa 1-0 fyrir Úlfunum í gær. Enski boltinn 4. janúar 2022 09:31