„Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að hann „sundli við fúkyrðaflaumi“ Svandísar Svavarsdóttur í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir helgi. Hann segir ásakanir Svandísar í hans garð lygi frá rótum. Innlent 11.11.2024 13:14
Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag er rætt við frambjóðendur þeirra flokka sem fengju einna flest þingsæti á Alþingi samkvæmt könnunum, sumir hafa verið að sækja á en fylgi annarra að dala. Þátturinn verður í beinni útsendingu og hefst klukkan 14. Innlent 11.11.2024 10:36
Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið. Innlent 11.11.2024 10:18
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent 10.11.2024 16:25
Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. Innlent 9. nóvember 2024 20:50
Lögreglan bannaði bjór á B5 Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku. Innlent 9. nóvember 2024 15:37
Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Miðflokkurinn hefur boðað til fundar þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kynnir áherslumál flokksins fyrir komandi þingkosningar. Innlent 9. nóvember 2024 13:52
Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. Innlent 9. nóvember 2024 08:02
Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Svandísi Svavarsdóttur formanni Vinstri grænna finnst sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu. Innlent 8. nóvember 2024 22:06
„Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Brennslunnar í morgun. Í þættinum var hann látinn lesa upp neikvæð ummæli um sjálfan sig og var hann meðal annars kallaður „dumb ass röflari.“ Lífið 8. nóvember 2024 15:00
Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Hún elskar Taylor Swift, horfir á The Kardashians og langar að verða forsætisráðherra. Sindri kíkti í morgunkaffi hjá Kristrúnu Frostadóttur í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 8. nóvember 2024 10:31
Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Ný könnun Gallup bendir til þess að flestir landsmenn treysti helst Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingar, af leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Alþingi til að leiða stjórn efnahagsmála á Íslandi. Innlent 8. nóvember 2024 06:53
Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð. Lífið 8. nóvember 2024 06:25
Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. Innlent 7. nóvember 2024 22:02
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Innlent 7. nóvember 2024 19:50
Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Innlent 7. nóvember 2024 16:28
Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Formaður Viðreisnar segir nýjustu fylgismælingu ekki endilega koma sér á óvart, en þar mælist flokkur hennar með 19,4 prósenta fylgi. Hún á von á því að flokkur hennar verði skotspónn annarra flokka og jafnvel fleiri afla, þegar vel árar í könnunum. Innlent 7. nóvember 2024 16:16
Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Viðreisn er á mikilli siglingu samkvæmt nýrri könnun Maskínu og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Samfylkingarinnar. Prófessor í stjórnmálafræði segir hættu á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður. Innlent 7. nóvember 2024 12:01
Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Hugmyndir Ingu Sæland um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa farið öfugt ofan í ýmsa. Varaþingmaður segir Ingu lýsa því hvernig hún muni „varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir“ og formaður Samfylkingar telur áformin feigðarflan. Innlent 7. nóvember 2024 11:57
Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka í dag klukkan 12:00. Þar verður ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka. Fundurinn er í beinni á Vísi en yfirskrift hans er: SOS - Höldum okkur við aðalatriðin. Viðskipti innlent 7. nóvember 2024 11:30
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. Innlent 7. nóvember 2024 08:39
„Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Formenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins segjast vel geta hugsað sér að vinna saman að því að gera úrbætur á húsnæðismarkaði í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta er meðal þess sem kom fram í líflegum rökræðum um húsnæðismál í kosningapallborðinu á Vísi í dag. Þar sakaði Kristrún Frostadóttir hins vegar formann Framsóknarflokksins um aðgerðarleysi á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson sagði Samfylkinguna í megin dráttum hafa tekið upp stefnu Framsóknar í húsnæðismálum. Innlent 6. nóvember 2024 22:01
Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar heldur sig fast við það sem hann sagði í leiðtogaumræðum RÚV á dögunum um útlendingamálin. Fjölmiðlar hafi bara ekki sýnt því neinn áhuga sem hann hafi haft fram að færa í þeim efnum. Innlent 6. nóvember 2024 16:16
Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að stjórnmálunum vestanhafs undanfarna daga er nóg framundan í pólitíkinni hér heima einnig. Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag mæta formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Framsóknar til leiks og ræða kosningarnar framundan. Innlent 6. nóvember 2024 12:16
Versti óttinn að raungerast Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segist hafa mjög takmarkað þol fyrir sterkum mat. Hún segist hinsvegar elska að stíga stundum út fyrir þægindarammann og skellir sér líka í störukeppni á meðan hún smakkar sterkustu sósuna. Lífið 6. nóvember 2024 07:01