Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 09:09 Frá kappræðum Stöðvar 2 fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Fjórðungur svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar sagðist hafa séð upplýsingafals í sjónvarpi fyrir kosningarnar. Vísir Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir. Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Mun fleiri sögðust hafa orðið varir við falsfréttir eða upplýsingafals fyrir kosningarnar nú en í sambærilegri könnun sem Fjölmiðlanefnd lét gera eftir kosningarnar árið 2021. Nú sögðust 62,1 prósent hafa tekið eftir slíkum tilraunum en 46,6 prósent fyrir fjórum árum. Gert er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslu sem birt var á vef Fjölmiðlanefndar í gær. Af þeim sem töldu sig hafa upplifað upplýsingafals sögðu langflestir að þeir hefðu séð það á samfélagsmiðlinum Facebook, alls 65,2 prósent. Það er á eftir kom kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok en 31,2 prósent töldu sig hafa séð falsfréttir þar fyrir kosningar. Töluvert færri höfðu séð upplýsingafals í „hefðbundnum“ fjölmiðlum. Um fjórðungur sagðist hafa séð það í sjónvarpi, á ritstýrðum netmiðlum og litlu færri á samfélagsmiðlinum X. Þá sögðust 13,6 prósent hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar í ritstýrðum prentmiðlum. Flestir töldu upplýsingarnar runnar undan rifjum stjórnmálaflokks Meiri en helmingur þeirra sem töldu sig hafa orðið fyrir barðinu á falsfréttum röktu þær til ákveðins stjórnmálaflokks sem bæri ábyrgð á þeim. Rétt innan við helmingur taldi þær stafa frá ákveðnum íslenskum hagsmunasamtökum , 46,7 prósent frá íslenskum stjórnmálamanni og 37,8 prósent frá ákveðnum íslenskum áhrifavaldi. Rúmur þriðjungur taldi upplýsingafalsið á ábyrgð íslenskra fjölmiðla. Tæpur fimmtungur töldu erlendan aðila hafa staðið að falsfréttunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru ólíklegastir til þess að sjá falsfréttir. Þrátt fyrir það sögðust 50,8 prósent kjósenda Flokks fólksins hafa gert það og 40,3 prósent sjálfstæðismanna. Á móti voru kjósendur Vinstri grænna og Pírata líklegastir til þess að hafa séð upplýsingafals fyrir kosningarnar. Báðir flokkarnir þurrkuðust út af þingi. Miðflokksmenn vantreystu fjölmiðlum mest Verulegt vantraust á íslenskum fjölmiðlum kemur fram í könnuninni. Aðeins 51,9 prósent svarenda sögðust treysta fjölmiðlum til þess að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í fréttaflutningi í tengslum við kosningarnar. Tæp fimmtán prósent sögðust vantreysta fjölmiðlum til að fjalla um kosningarnar á sanngjarnan hátt en þriðjungur tók ekki sérstaka afstöðu. Kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til fjölmiðla en 81,4 prósent kjósenda þeirra sögðust sammála fullyrðingu um að fjölmiðlar færðu þeim réttar upplýsingar. Miðflokksmenn treystu fjölmiðlum síst. Rúmur þriðjungur þeirra sögðust ósammála fullyrðingunni sem var borin upp í könnuninni. Á sama tíma og fleiri sögðust hafa áhuga á stjórnmálum nú en fyrir kosningarnar 2021 kvörtuðu 38,3 prósent svarenda undan „fréttaþreytu“ í aðdraganda kosninganna. Fimmtán prósent sögðust hreinilega hafa forðast fréttir. Konur voru bæði líklegri til þess að segjast haldnar fréttaþreytu en karlar og líklegri til þess að forðast fréttir.
Fjölmiðlar Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira