Viðskipti erlent

Co-op samþykkir yfirtöku Sommerfield fyrir 240 milljarða kr.

Co-op group hefur samþykkt yfirtöku Sommerfield fyrir 1,57 milljarða punda eða sem svarar til um 240 milljarða kr. Kaupþing var einn af eigendum Sommerfield.

Salan á matvöruverslunarkeðjunni Sommerfield hefur staðið fyrir dyrum í töluverðan tíma. Árið 2005 var Sommerfield keypt á 1,1 milljarða punda af hópi fjárfesta, þar á meðal Kaupþingi. Hópur samanstóð að öðru leyti af Apax Partners, Barclays Capital og Robert Tchenguiz.

Leitað var eftir kaupenda að Sommerfield í júlí í fyrra og var verðmiðinn á verslunarkeðjunni þá 1,9 milljarðar punda. Co-op bauð 1,7 milljarða punda í apríl s.l. en boðinu var ekki tekið þá.

Samkvæmt umfjöllun í Financial Times í morgun er talið að verðið nú sé ásættanlegt í ljósi stöðunnar á markaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×