Viðskipti erlent

Fjöldi fasteignafélaga á Spáni orðin gjaldþrota

Fasteignafélög á Spáni standa nú í röðum eftir að lýsa sig gjaldþrota. Þetta kemur í kjölfar þess að um 40.000 fasteignasalar í landinu hafa lokað skrifstofum sínum frá því í fyrra.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no í dag. Þar kemur fram að nýjasta fasteignafélagið sem farið hefur í gjaldþrotameðferð á Spáni sé einnig eitt það stærsta. Félagið heitir Martinsa-Fadesa og það fór fram á gjaldþrot er ljóst lá fyrir að félaginu tækist ekki að endurfjármagna lán upp á hátt í 20 milljarða króna.

Og samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni hafa alls 65 fasteignafélög sótt um gjaldþrotameðferð á Spáni þar sem af er árinu.

Fasteignamarkaðurinn á Spáni, svipað og í mörgum öðrum Evrópulöndum, hefur verið á hraðri niðurleið frá því í fyrra.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×