Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar mikið

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um sex dollara í gærdag og hefur ekki verið lægra í tæpar tvær vikur. Endaði verðið í 136 dollurum á tunnuna.

Þetta var annar dagurinn í röð sem olíuverðið lækkar. Hæst náði það 145 dollurum á tunnuna þann 4. júlí síðastliðinn. Ástæða þessara lækkana eru áhyggjur olíusölumanna af efnahagsástandinu í heiminum og seldu þeir birgðir sínar grimmt og tóku þannig út hagnað sinn af háu verði að undanförnu. Það ýtti einnig undir lækkunina að dollarinn styrktist töluvert á gjaldeyrismörkuðum heimsins í gærdag.

Verð á olíu og bensíni lækkaði hér á landi í gær,en þó ekki til samræmis við lækkunina á heimsmarkaði í gær, þannig að það gæti lækkað frekar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×