Viðskipti erlent

Lækkanir á Asíumörkuðum í morgun

Fjármálafyrirtæki leiddu lækkun á hlutabréfamörkuðum í Asíu í morgun. Fylgir Asía þar með í fótspor markaða í Bandaríkjunum í gær.

Ástæðan fyrir lækkuninni í Asíu er sú sama og í Bandaríkjunum, áhyggjur af framtíð íbúðalánasjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae sem bandarísk stjórnvöld ákváðu að bjarga frá þroti um helgina.

Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,2% í morgun og sömu sögu er að segja frá kauphöllunum í Astralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Kóreu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×