Viðskipti erlent

Verð á hráolíu rýkur upp á mörkuðum í Evrópu

Verðið á olíutunnunni hefur rokið upp á mörkuðum í Evrópu í morgun. Um tíuleytið var tunnan af Brent-olíu komin yfir 144 dollara sem er hækkun um hátt í þrjá dollara frá því í gærkvöldi.

Samkvæmt frétt á viðskiptavefnum e24 reikna sérfræðingar með að olíuverðið muni slá nýtt met síðar í dag. Verðið á markaðinum í New York tók mikinn kipp undir lokun í gærkvöldi er það hækkaði um 5 dollara á aðeins 30 mínútum og endaði í 141 dollara á tunnna










Fleiri fréttir

Sjá meira


×