Viðskipti erlent

Abramovich kaupir dýrasta hús í heimi

Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur fest kaup á dýrasta húsi í heimi. Roman borgaði tæplega 35 milljarða kr. Fyrir húsið La Leopolda sem stendur við frönsku rivieruna nálægt Monte Carlo.

 

Húsið heitir í höfuð á þeim sem byggði það upphaflega en það var Leopold II konungur Belgíu. Meðal annarra eigenda þess síðan má nefna Bill Gates stofnanda Microsoft.

 

Lóðin sem húsið stendur á er fimm hektarar að stærð og þarf víst að hafa um 50 garðyrkjumenn í fullri vinnu við að sinna lóðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×