Viðskipti erlent

Dönsk hlutabréf lækkuðu um rúm 3% í morgun

Það stefnir í blóðrauðan dag í dönsku kauphöllinni í dag og raunar víðast í kauphöllum Evrópu. Danska C-20 vísitalan hefur fallið um rúm 3% frá opnuninni fyrir klukkutíma síðan. Um er að ræða mestu lækkunin frá því í janúar s.l.

 

Það er A.P. Møller-Mærsk sem orðið hefur verst úti í morgun en bréf í félaginu hafa lækkað um 4%. Dönsku bankarnir, Danske Bank, Sydbank og Jyske bank hafa lækkað um 2,8% til 3,3%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×