Viðskipti erlent

Hlutabréf í Roskilde bank enn í frjálsu falli

Hlutabréf í Roskilde bank hafa verið í frjálsu falli frá því að kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði í morgun. Björgunaraðgerðir Seðlabanka Danmerkur fyrir helgina hafa ekki náð að róa fjárfesta.

Hlutabréfin hafa fallið um 11% í morgun en á föstudag féllu þau um tæp 48%. Hluturinn kostar nú aðeins 64 dkr. Er gengi bréfanna náði hámarki í apríl í ár kostuðu þau 677 dkr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×