Viðskipti erlent

Arabar festa kaup á Crysler byggingunni í New York

Fjárfestingarsjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi hefur fest kaup á þekktasta húsi New York borgar, Chrysler byggingunni.

Um er að ræða 75% eignarhlut í byggingunni og borgaði sjóðurinn nær 60 milljarða króna fyrir hann. Arabískir fjárfestar hafa verið iðnir við að kaupa fasteignir á Manhattan á undanförnum mánuðum. Má þar meðal annars nefna General Motors bygginguna og Citigroup bankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×