Viðskipti erlent

Fleiri danskir bankar en Roskilde bank í erfiðleikum

Fjölmiðlar í Danmörku hafa skrifað mikið um erfiðleika Roskilde bank sem nú hefur fengið 12 milljarða kr. lán frá danska seðlabankanum til að halda sér á floti. Fjárfestingarstjóri Straums-Burðarás í Danmörku segir að Roskilde bank sé ekki einstakt tilfelli og að fleiri danskir bankar muni lenda í vandræðum.

Blaðið Börsen ræðir við Henrik Henriksen fjárfestingarstjóra Straums í morgun. Blaðið rifjar upp að þann 4. júlí sagði Henrik opinberlega að bankaþrot í Danmörku væri yfirvofandi.

Henrik segir að það sem kom fyrir Roskilde bank endurspegli það sem verið hefur að gerast á alþjóðamörkuðum. Roskilde bank hefur lánað mikið fjármagn til fasteignakaupa og bygginga á liðnum árum og nú er sú stefna að koma í bakið á þeim.

Henrik bendir á að trúverðugleiki bankakerfisins í Danmörku í heild sé nú í hættu þar sem Roskilde bank er annar danskur banki á skömmu tíma sem þurft hefur að bjarga frá þroti. Hinn var BankTrelleborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×