Viðskipti erlent

Smásöluverslun í Bandaríkjunum undir væntingum

SHA skrifar

Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst aðeins um 0,1 prósent í júní en sérfræðingar höfðu spáð aukningu upp á nærri hálft prósentustig. Helsta ástæðan er talin vera minni sala á bílum en hún lækkaði um 3,3 prósent í mánuðinum. Bílasala hefur ekki verið eins lítil í Bandaríkjunum síðan í febrúar 2006.

Þrátt fyrir að ástandið sé almennt fremur neikvætt á öllum mörkuðum í Bandaríkjunum töldu sérfræðingar að smásala myndi aukast mjög í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar sem fólu í sér endurgreiðslu skatta. Smásalan tók nokkuð við sér í maí og fylltust margir bjartsýni við þær fregnir.

Uppgangurinn hefur hins vegar ekki reynst eins mikill og menn áttu von á og eru sérfræðingar sammála um að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Hún gefi augljóslega til kynna að neytendur séu byrjaðir að halda að sér höndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×