Viðskipti erlent

Bretland rambar á barmi kreppu

Breska verslunarráðið segir að Bretland rambi á barmi kreppu. Ráðið reiknar með að um 300.000 Bretar muni missa atvinnu sína fyrir áramótin.

Í tilkynningu sem verslunarráðið hefur sent frá sér segir að framtíðarsýnin fyrir viðskiptaheiminn í Bretlandi sé "grimm og skuggaleg" og að niðursveiflan í efnahagslífnu muni verða langdreignari og illvígari en áður hefur verið talið.

Þessi skoðun verslunarráðsins byggir á skoðanakönnun sem gerð var meðal 5.000 meðlima ráðsins.

Þessi dökka framtíðarspá kemur í kjölfar þess að einn af greinendum Merrill Lynch gaf út það álit að það myndi sennilega taka breska fasteignamarkaðinn um 20 ár að ná sér. Markðurinn hefur verið í mikilli niðursveiflu að undanförnu og fasteignir hafa hrunið í verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×