Viðskipti erlent

Risavaxinn afgangur á vöruskiptum í Noregi

Hið háa olíuverð í heiminum fær Norðmenn til að brosa breitt þessa dagana. Afgangurinn af vöruskiptum þeirra við útlönd nam yfir 500 milljörðum kr. í júnímánuði einum saman.

Innflutningur til landsins nam 41,6 milljörðum nkr. en útflutningurinn nam 78,7 milljörðum nkr. Mismunurinn, 37 milljarðar nkr., sem skýrist að stærstum hluta af auknum olíu- og gastekjum.

 

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×