Fleiri fréttir Sala á Barbie dúkkum dróst saman um 12% Leikfangafyrirtækið Mattel, sem er stærsti leikfangaframleiðandi í Bandaríkjunum, tilkynnti í dag að sala á Barbie dúkkum hefði dregist saman um 12% í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Sala á dúkkunum á alþjóðamarkaði stóð hins vegar í stað. Barbie hefur verið eitt af aðal vörumerkjum Mattel fyrirtækisins síðan 1959. 21.4.2008 14:31 Hagnaður Bank of America minnkar Hagnaður Bank of America, næst stærsta banka í Bandaríkjunum, minnkaði þriðja ársfjórðunginn í röð. 21.4.2008 12:26 Abramovich í 4 milljarða dollara málaferlum í London Tveir rússneskir milljarðamæringar, þeir Roman Abramovich og Boris Beresovsky, slást nú um fjóra milljarða dollara fyrir rétti í London. 21.4.2008 07:48 Olíuverð í fyrsta sinn yfir 117 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu fór í fyrsta sinn upp í 117 dollara á tunnuna í nótt á markaðinum í Asíu. 21.4.2008 07:45 Fleiri danskar konur í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra Danskar viðskiptakonur streyma nú til Noregs til að taka þar sæti í stjórnum fyrirtækja. Er nú svo komið að fleiri danskar konur sitja í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra. 21.4.2008 07:15 Bílaframleiðendur veðja á Kína Bílaframleiðendur sem nú eru saman komnir á bílasýningu í Peking veðja á að þetta ár verði enn eitt sprengiárið á kínverska bílamarkaðnum. Kína er á skömmum tíma orðið að næst stærsta bílamarkaði í heiminum og keppast framleiðendur nú við að koma út bílum á markaðinn á sama tíma og samdráttur er á flestum öðrum markaðssvæðum. 20.4.2008 20:51 Breski seðlabankinn gefur húsnæðismarkaðnum vítamínsprautu Breskir miðlar spá því í dag að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, tilkynni um það á morgun að seðlabankinn þar í landi dæli gríðarlegum fjárhæðum inn á markaðinn til þess að koma í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn hrynji. Talið er að fjárhæðin nemi fimmtíu milljörðum punda, eða um sex þýsund milljörðum íslenskra króna og verði það raunin er um einsdæmi í breskri efnahagssögu að ræða. 20.4.2008 16:34 Heritable bjóða bestu vextina Dótturfyrirtækti Landsbankans, Heritable Bank, hefur skotist á toppinn í samkeppninni um að bjóða bestu innlánsvextina á Bretlandi. Landsbankamenn bjóða breskum viðskiptavinum sínum 6,8 prósent vexti af inneign sem bundin er í eitt ár eða lengur. Mikil samkeppni hefur verið á þessum markaði undanfarið á Bretlandseyjum og þar hafa íslensku bankarnir skipað sér fremst í flokk. 20.4.2008 14:02 Drottning brúnkukremsins Skosk kona, Sandra McClumpha, tryggði sér fyrir nokkrum árum réttinn að Fake Bake brúnkukremvörunum á Bretlandseyjum. Vörurnar slógu hressilega í gegn hjá fölum eyjaskeggum Bretlandseyja sem mökuðu heilu bílförmunum á sig. Nú er svo komið að McClumpha hefur keypt móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum og stjórnar nú brúnkukrem veldinu um heim allan. Viðskiptin nema um tíu milljónum punda, eða rúmum einum og hálfum milljarði íslenskra króna. 20.4.2008 13:44 Citigroup segja upp 9 þúsund í viðbót Bandaríski bankinn Citigroup er í miklu vandræðum þessa dagana og heldur áfram að skera niður kostnað eftir að bankinn tapaði stórlega á fyrsta fjórðungi ársins. 19.4.2008 15:59 Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. 18.4.2008 20:04 Norskur skipakóngur splæsir í nýja einkaþotu Þrátt fyrir að íslenskir auðmenn hafi kannski dregið úr einkaþotukaupum finnast enn menn sem splæsa í svoleiðis. Ríkasti maður Noregs, John Frederiksen, festi nýverið kaup á forláta Gulfstream G550 einkaþotu og kostaði hún skildinginn enda um eina dýrustu einþotu heims að ræða. 18.4.2008 14:20 Citigroup tilkynnir annað risatap sitt á skömmum tíma Citigroup tilkynnti um annað risatap sitt á skömmum tíma. Samkvæmt uppgjöri bankans fyrir fyrsta ársfjórðung nam tapið rúmlega 5 milljörðum dollara eða um 400 milljarða kr. 18.4.2008 11:09 Reiknað með vaxtahækkun í Kína vegna verðbólgu Hagfræðingar reikna með að Þjóðarbankinn í Kína muni hækka vexti sína í ár til að vinna á móti verðbólgu í landinu. Verðbólgan er nú sú mesta á undanförnum 11 árum. 18.4.2008 09:56 Hagnaður Google fram úr væntingum Bandaríski netleitarrisinn Google kom talsvert betur inn í árið en spáð hefur verið. Félagið hagnaðist um 1,31 milljarð dala, jafnvirði 98,5 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára. 18.4.2008 08:57 Harley Davidson fer ekki varhluta af kreppu Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson finnur nú fyrir kreppunni í Bandaríkjunum og hefur tilkynnt að um 700 starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp störfum vegna samdráttar í sölu Harley-hjóla á þessu ári. 18.4.2008 07:54 Rekstur Nokia undir væntingum Uppgjör Nokia sem birt var í morgun var aðeins undir spám markaðsaðila einkum vegna einskiptiskostnaðar tengdum eftirlaunaskuldbindingum og lokunar á verksmiðjum. Velta félagsins á fjórðungnum nam 12,6 milljörðum evra samanborið við 12,7 milljarða meðalspá greiningaraðila. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings. 17.4.2008 16:52 Tapið hjá Merrill Lynch kostar 4.000 manns starfið Hið mikla tap sem varð hjá fjárfestingabankanum Merrill Lynch á fyrsta ársfjórðung mun hafa þær afleiðingar að um 4.000 manns hjá bankanum muni missa starf sitt. 17.4.2008 10:50 Stórtap hjá AMR Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. 17.4.2008 09:54 Ebay græðir á veikum dal Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára. 17.4.2008 09:19 Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 115 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu fór um tíma í gær yfir 115 dollara á tunnuna á markaðinum í New York. Undir lokun markaðarins lækkaði verðið aðeins. 17.4.2008 07:16 Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin. 16.4.2008 20:53 Verðbólga í Zimbabve við 165 þúsund prósentin Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve stóð rétt við 165 þúsund prósent í febrúar, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Þetta er langmesta verðbólgan á jarðkringlunni. 16.4.2008 16:48 Olíuverð enn og aftur í methæðum Olíuverð heldur áfram að hækka og náði enn einu hámarkinu í dag þegar tunnan fór í nærri 115 dollara. 16.4.2008 15:50 Stærstu kornframleiðendurnir stöðva útflutning sinn Matvælakreppan í heiminum versnaði að mun í vikunni eftir að stærstu kornframleiðendurnir ákváðu að stöðva útflutning sinn. 16.4.2008 10:37 Blair hvetur til fjárfestinga í Palestínu Tony Blair hvetur fjárfesta til þess að dæla peningum inn í efnahag Palestínumanna. Hann segir að þar séu ýmis tækifæri þrátt fyrir hernám Ísraela. 16.4.2008 10:18 Verðbólga í Evrópu sú mesta s.l. 16 ár Verðbólga í ríkjum Evrópubandalagsins mælist nú 3,6% og hefur ekki verið meiri undanfarin 16 ár. Verðbólgan jókst mun meir í mars en gert var ráð fyrir einkum vegna hækkana á orku- og matvælaverði. 16.4.2008 10:01 Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá. 16.4.2008 09:29 Olíuverðið fór yfir 114 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu slær nú nýtt met á hverjum degi en það fór yfir 114 dollara tunnan á markaðinum í New York í gærkvöldi. 16.4.2008 06:45 Stærsta flugfélag heims verður til Stærsta flugfélag heims varð til í gærkvöldi með sameiningu tveggja stórra bandarískra flugfélaga, Delta og Northwest. 15.4.2008 12:45 Heimsmarkaðsverð á olíu slær enn met Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið í gær er verðið fór vel fyir 112 dollara fyrir tunnuna. 15.4.2008 07:44 Nýtt olíusvæði við Brasilíu hið þriðja stærsta í heiminum Olíusvæðið sem nýlega fannst undan ströndum Brasilíu er talið geta gefið af sér allt að 33 milljarða tunna af oliu og yrði það þá þriðja stærsta olíusvæði í heiminum. 15.4.2008 07:29 Uppgjör erlendra félaga rýr í roðinu Uppgjör þeirra erlendu félaga sem hafa birst hingað til eftir fyrsta ársfjórðung ársins hafa verið rýr í roðinu. 14.4.2008 10:39 American Airlines aftur á áætlun Bandaríska flugfélagið American Airlines segir að flugáætlun félagsins sé aftur komin í eðlilegt horf. Í síðustu viku var meira en 3.000 flugum aflýst þegar félagið þurfti að setja allar MD-80 flugvélar sínar í skoðun vegna raflagna. 13.4.2008 18:15 Brown kallar bankastjóra á fund Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna. 13.4.2008 15:40 Greenspan ver yfirsjón á efnahagi Alan Greenspan sem hefur gjarnan verið nefndur „færasti seðlabankastjóri sem uppi hafi verið" á nú undir högg að sækja. Hann er nú gagnrýndur fyrir stjórn bandarísks efnahags áður en hann fór á eftirlaun og lét af störfum árið 2006. 13.4.2008 11:59 Hækkandi matvælaverð gæti orsakað hungurmorð Mörg hundruð þúsund manns verða hungurmorða víða um heim haldi matvælaverð áfram að hækka. Þetta sagði Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vorfundi sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í morgun. 13.4.2008 10:09 Yahoo gefst upp á eigin leitarvél Internetfyrirtækið Yahoo! segir að internetleitarvél sem þeir hafa eytt tveimur milljörðum dollara í að þróa, sé einungis tilraun. Leitarvél Google sé betri. Yahoo Meira en 147 milljörðum íslenskra króna hefur verið varið í að þróa þeirra eigin leitarvél. 12.4.2008 21:15 Færeyjarbanki hækkar vexti Færeyjarbanki hefur hækkað vexti sína um 0,15-0,74 prósentustig. Lægstu vextir á húsnæðislánum hækka úr 6,10 prósent í 6,25 prósent. Á vefsíðu færeyska fréttamiðilsins Dimmaletting kemur fram að hækkunin tengist lánsfjárkreppu á alþjóðamarkaði. 12.4.2008 16:35 Heimsins stærstu fasteignaviðskipti Ashkenazy Acquisition og Carlyle Group tilkynntu í vikunni um stærstu fasteignaviðskipti í heimi þegar fyrirtækin tóku yfir háhýsi í New York. Skrifstofu- og verslunarturninn á Madison breiðstræti númer 650 er rúmlega 55.700 fermetrar. Turninn keyptu fyrirtækin af Hiro fasteignamiðluninni fyrir litlar 680 milljónir dollara sem samsvara rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna. 12.4.2008 11:30 Enn dregur úr væntingum vestanhafs Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman. 11.4.2008 14:48 Gullæði í uppsiglingu í Svíþjóð Námufyrirtækið Lappland Goldminers tilkynnti í dag að það hefði fundið gull í töluverðu og vinnanlegu magni í norðurhluta Svíþjóðar. Fyrirtækið hefur að undanförnu stundað tilraunaboranir við bæinn Tjalmtrask. 11.4.2008 11:08 Seðlabankastjóri Indónesíu handtekinn vegna spillingar Seðlabankastjóri Indónesíu hefur verið handtekinn sakaður um spillingu í störfum sínum. 11.4.2008 09:11 Varnaðarorðin voru of lágvær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir. 11.4.2008 09:05 Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. 10.4.2008 20:07 Sjá næstu 50 fréttir
Sala á Barbie dúkkum dróst saman um 12% Leikfangafyrirtækið Mattel, sem er stærsti leikfangaframleiðandi í Bandaríkjunum, tilkynnti í dag að sala á Barbie dúkkum hefði dregist saman um 12% í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Sala á dúkkunum á alþjóðamarkaði stóð hins vegar í stað. Barbie hefur verið eitt af aðal vörumerkjum Mattel fyrirtækisins síðan 1959. 21.4.2008 14:31
Hagnaður Bank of America minnkar Hagnaður Bank of America, næst stærsta banka í Bandaríkjunum, minnkaði þriðja ársfjórðunginn í röð. 21.4.2008 12:26
Abramovich í 4 milljarða dollara málaferlum í London Tveir rússneskir milljarðamæringar, þeir Roman Abramovich og Boris Beresovsky, slást nú um fjóra milljarða dollara fyrir rétti í London. 21.4.2008 07:48
Olíuverð í fyrsta sinn yfir 117 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu fór í fyrsta sinn upp í 117 dollara á tunnuna í nótt á markaðinum í Asíu. 21.4.2008 07:45
Fleiri danskar konur í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra Danskar viðskiptakonur streyma nú til Noregs til að taka þar sæti í stjórnum fyrirtækja. Er nú svo komið að fleiri danskar konur sitja í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra. 21.4.2008 07:15
Bílaframleiðendur veðja á Kína Bílaframleiðendur sem nú eru saman komnir á bílasýningu í Peking veðja á að þetta ár verði enn eitt sprengiárið á kínverska bílamarkaðnum. Kína er á skömmum tíma orðið að næst stærsta bílamarkaði í heiminum og keppast framleiðendur nú við að koma út bílum á markaðinn á sama tíma og samdráttur er á flestum öðrum markaðssvæðum. 20.4.2008 20:51
Breski seðlabankinn gefur húsnæðismarkaðnum vítamínsprautu Breskir miðlar spá því í dag að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, tilkynni um það á morgun að seðlabankinn þar í landi dæli gríðarlegum fjárhæðum inn á markaðinn til þess að koma í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn hrynji. Talið er að fjárhæðin nemi fimmtíu milljörðum punda, eða um sex þýsund milljörðum íslenskra króna og verði það raunin er um einsdæmi í breskri efnahagssögu að ræða. 20.4.2008 16:34
Heritable bjóða bestu vextina Dótturfyrirtækti Landsbankans, Heritable Bank, hefur skotist á toppinn í samkeppninni um að bjóða bestu innlánsvextina á Bretlandi. Landsbankamenn bjóða breskum viðskiptavinum sínum 6,8 prósent vexti af inneign sem bundin er í eitt ár eða lengur. Mikil samkeppni hefur verið á þessum markaði undanfarið á Bretlandseyjum og þar hafa íslensku bankarnir skipað sér fremst í flokk. 20.4.2008 14:02
Drottning brúnkukremsins Skosk kona, Sandra McClumpha, tryggði sér fyrir nokkrum árum réttinn að Fake Bake brúnkukremvörunum á Bretlandseyjum. Vörurnar slógu hressilega í gegn hjá fölum eyjaskeggum Bretlandseyja sem mökuðu heilu bílförmunum á sig. Nú er svo komið að McClumpha hefur keypt móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum og stjórnar nú brúnkukrem veldinu um heim allan. Viðskiptin nema um tíu milljónum punda, eða rúmum einum og hálfum milljarði íslenskra króna. 20.4.2008 13:44
Citigroup segja upp 9 þúsund í viðbót Bandaríski bankinn Citigroup er í miklu vandræðum þessa dagana og heldur áfram að skera niður kostnað eftir að bankinn tapaði stórlega á fyrsta fjórðungi ársins. 19.4.2008 15:59
Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. 18.4.2008 20:04
Norskur skipakóngur splæsir í nýja einkaþotu Þrátt fyrir að íslenskir auðmenn hafi kannski dregið úr einkaþotukaupum finnast enn menn sem splæsa í svoleiðis. Ríkasti maður Noregs, John Frederiksen, festi nýverið kaup á forláta Gulfstream G550 einkaþotu og kostaði hún skildinginn enda um eina dýrustu einþotu heims að ræða. 18.4.2008 14:20
Citigroup tilkynnir annað risatap sitt á skömmum tíma Citigroup tilkynnti um annað risatap sitt á skömmum tíma. Samkvæmt uppgjöri bankans fyrir fyrsta ársfjórðung nam tapið rúmlega 5 milljörðum dollara eða um 400 milljarða kr. 18.4.2008 11:09
Reiknað með vaxtahækkun í Kína vegna verðbólgu Hagfræðingar reikna með að Þjóðarbankinn í Kína muni hækka vexti sína í ár til að vinna á móti verðbólgu í landinu. Verðbólgan er nú sú mesta á undanförnum 11 árum. 18.4.2008 09:56
Hagnaður Google fram úr væntingum Bandaríski netleitarrisinn Google kom talsvert betur inn í árið en spáð hefur verið. Félagið hagnaðist um 1,31 milljarð dala, jafnvirði 98,5 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára. 18.4.2008 08:57
Harley Davidson fer ekki varhluta af kreppu Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson finnur nú fyrir kreppunni í Bandaríkjunum og hefur tilkynnt að um 700 starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp störfum vegna samdráttar í sölu Harley-hjóla á þessu ári. 18.4.2008 07:54
Rekstur Nokia undir væntingum Uppgjör Nokia sem birt var í morgun var aðeins undir spám markaðsaðila einkum vegna einskiptiskostnaðar tengdum eftirlaunaskuldbindingum og lokunar á verksmiðjum. Velta félagsins á fjórðungnum nam 12,6 milljörðum evra samanborið við 12,7 milljarða meðalspá greiningaraðila. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings. 17.4.2008 16:52
Tapið hjá Merrill Lynch kostar 4.000 manns starfið Hið mikla tap sem varð hjá fjárfestingabankanum Merrill Lynch á fyrsta ársfjórðung mun hafa þær afleiðingar að um 4.000 manns hjá bankanum muni missa starf sitt. 17.4.2008 10:50
Stórtap hjá AMR Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. 17.4.2008 09:54
Ebay græðir á veikum dal Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára. 17.4.2008 09:19
Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 115 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu fór um tíma í gær yfir 115 dollara á tunnuna á markaðinum í New York. Undir lokun markaðarins lækkaði verðið aðeins. 17.4.2008 07:16
Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin. 16.4.2008 20:53
Verðbólga í Zimbabve við 165 þúsund prósentin Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve stóð rétt við 165 þúsund prósent í febrúar, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Þetta er langmesta verðbólgan á jarðkringlunni. 16.4.2008 16:48
Olíuverð enn og aftur í methæðum Olíuverð heldur áfram að hækka og náði enn einu hámarkinu í dag þegar tunnan fór í nærri 115 dollara. 16.4.2008 15:50
Stærstu kornframleiðendurnir stöðva útflutning sinn Matvælakreppan í heiminum versnaði að mun í vikunni eftir að stærstu kornframleiðendurnir ákváðu að stöðva útflutning sinn. 16.4.2008 10:37
Blair hvetur til fjárfestinga í Palestínu Tony Blair hvetur fjárfesta til þess að dæla peningum inn í efnahag Palestínumanna. Hann segir að þar séu ýmis tækifæri þrátt fyrir hernám Ísraela. 16.4.2008 10:18
Verðbólga í Evrópu sú mesta s.l. 16 ár Verðbólga í ríkjum Evrópubandalagsins mælist nú 3,6% og hefur ekki verið meiri undanfarin 16 ár. Verðbólgan jókst mun meir í mars en gert var ráð fyrir einkum vegna hækkana á orku- og matvælaverði. 16.4.2008 10:01
Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá. 16.4.2008 09:29
Olíuverðið fór yfir 114 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu slær nú nýtt met á hverjum degi en það fór yfir 114 dollara tunnan á markaðinum í New York í gærkvöldi. 16.4.2008 06:45
Stærsta flugfélag heims verður til Stærsta flugfélag heims varð til í gærkvöldi með sameiningu tveggja stórra bandarískra flugfélaga, Delta og Northwest. 15.4.2008 12:45
Heimsmarkaðsverð á olíu slær enn met Heimsmarkaðsverð á olíu sló enn eitt metið í gær er verðið fór vel fyir 112 dollara fyrir tunnuna. 15.4.2008 07:44
Nýtt olíusvæði við Brasilíu hið þriðja stærsta í heiminum Olíusvæðið sem nýlega fannst undan ströndum Brasilíu er talið geta gefið af sér allt að 33 milljarða tunna af oliu og yrði það þá þriðja stærsta olíusvæði í heiminum. 15.4.2008 07:29
Uppgjör erlendra félaga rýr í roðinu Uppgjör þeirra erlendu félaga sem hafa birst hingað til eftir fyrsta ársfjórðung ársins hafa verið rýr í roðinu. 14.4.2008 10:39
American Airlines aftur á áætlun Bandaríska flugfélagið American Airlines segir að flugáætlun félagsins sé aftur komin í eðlilegt horf. Í síðustu viku var meira en 3.000 flugum aflýst þegar félagið þurfti að setja allar MD-80 flugvélar sínar í skoðun vegna raflagna. 13.4.2008 18:15
Brown kallar bankastjóra á fund Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna. 13.4.2008 15:40
Greenspan ver yfirsjón á efnahagi Alan Greenspan sem hefur gjarnan verið nefndur „færasti seðlabankastjóri sem uppi hafi verið" á nú undir högg að sækja. Hann er nú gagnrýndur fyrir stjórn bandarísks efnahags áður en hann fór á eftirlaun og lét af störfum árið 2006. 13.4.2008 11:59
Hækkandi matvælaverð gæti orsakað hungurmorð Mörg hundruð þúsund manns verða hungurmorða víða um heim haldi matvælaverð áfram að hækka. Þetta sagði Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vorfundi sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í morgun. 13.4.2008 10:09
Yahoo gefst upp á eigin leitarvél Internetfyrirtækið Yahoo! segir að internetleitarvél sem þeir hafa eytt tveimur milljörðum dollara í að þróa, sé einungis tilraun. Leitarvél Google sé betri. Yahoo Meira en 147 milljörðum íslenskra króna hefur verið varið í að þróa þeirra eigin leitarvél. 12.4.2008 21:15
Færeyjarbanki hækkar vexti Færeyjarbanki hefur hækkað vexti sína um 0,15-0,74 prósentustig. Lægstu vextir á húsnæðislánum hækka úr 6,10 prósent í 6,25 prósent. Á vefsíðu færeyska fréttamiðilsins Dimmaletting kemur fram að hækkunin tengist lánsfjárkreppu á alþjóðamarkaði. 12.4.2008 16:35
Heimsins stærstu fasteignaviðskipti Ashkenazy Acquisition og Carlyle Group tilkynntu í vikunni um stærstu fasteignaviðskipti í heimi þegar fyrirtækin tóku yfir háhýsi í New York. Skrifstofu- og verslunarturninn á Madison breiðstræti númer 650 er rúmlega 55.700 fermetrar. Turninn keyptu fyrirtækin af Hiro fasteignamiðluninni fyrir litlar 680 milljónir dollara sem samsvara rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna. 12.4.2008 11:30
Enn dregur úr væntingum vestanhafs Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman. 11.4.2008 14:48
Gullæði í uppsiglingu í Svíþjóð Námufyrirtækið Lappland Goldminers tilkynnti í dag að það hefði fundið gull í töluverðu og vinnanlegu magni í norðurhluta Svíþjóðar. Fyrirtækið hefur að undanförnu stundað tilraunaboranir við bæinn Tjalmtrask. 11.4.2008 11:08
Seðlabankastjóri Indónesíu handtekinn vegna spillingar Seðlabankastjóri Indónesíu hefur verið handtekinn sakaður um spillingu í störfum sínum. 11.4.2008 09:11
Varnaðarorðin voru of lágvær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir. 11.4.2008 09:05
Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. 10.4.2008 20:07
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur