Fleiri fréttir

Sala á Barbie dúkkum dróst saman um 12%

Leikfangafyrirtækið Mattel, sem er stærsti leikfangaframleiðandi í Bandaríkjunum, tilkynnti í dag að sala á Barbie dúkkum hefði dregist saman um 12% í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Sala á dúkkunum á alþjóðamarkaði stóð hins vegar í stað. Barbie hefur verið eitt af aðal vörumerkjum Mattel fyrirtækisins síðan 1959.

Bílaframleiðendur veðja á Kína

Bílaframleiðendur sem nú eru saman komnir á bílasýningu í Peking veðja á að þetta ár verði enn eitt sprengiárið á kínverska bílamarkaðnum. Kína er á skömmum tíma orðið að næst stærsta bílamarkaði í heiminum og keppast framleiðendur nú við að koma út bílum á markaðinn á sama tíma og samdráttur er á flestum öðrum markaðssvæðum.

Breski seðlabankinn gefur húsnæðismarkaðnum vítamínsprautu

Breskir miðlar spá því í dag að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, tilkynni um það á morgun að seðlabankinn þar í landi dæli gríðarlegum fjárhæðum inn á markaðinn til þess að koma í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn hrynji. Talið er að fjárhæðin nemi fimmtíu milljörðum punda, eða um sex þýsund milljörðum íslenskra króna og verði það raunin er um einsdæmi í breskri efnahagssögu að ræða.

Heritable bjóða bestu vextina

Dótturfyrirtækti Landsbankans, Heritable Bank, hefur skotist á toppinn í samkeppninni um að bjóða bestu innlánsvextina á Bretlandi. Landsbankamenn bjóða breskum viðskiptavinum sínum 6,8 prósent vexti af inneign sem bundin er í eitt ár eða lengur. Mikil samkeppni hefur verið á þessum markaði undanfarið á Bretlandseyjum og þar hafa íslensku bankarnir skipað sér fremst í flokk.

Drottning brúnkukremsins

Skosk kona, Sandra McClumpha, tryggði sér fyrir nokkrum árum réttinn að Fake Bake brúnkukremvörunum á Bretlandseyjum. Vörurnar slógu hressilega í gegn hjá fölum eyjaskeggum Bretlandseyja sem mökuðu heilu bílförmunum á sig. Nú er svo komið að McClumpha hefur keypt móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum og stjórnar nú brúnkukrem veldinu um heim allan. Viðskiptin nema um tíu milljónum punda, eða rúmum einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Citigroup segja upp 9 þúsund í viðbót

Bandaríski bankinn Citigroup er í miklu vandræðum þessa dagana og heldur áfram að skera niður kostnað eftir að bankinn tapaði stórlega á fyrsta fjórðungi ársins.

Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp

Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni.

Norskur skipakóngur splæsir í nýja einkaþotu

Þrátt fyrir að íslenskir auðmenn hafi kannski dregið úr einkaþotukaupum finnast enn menn sem splæsa í svoleiðis. Ríkasti maður Noregs, John Frederiksen, festi nýverið kaup á forláta Gulfstream G550 einkaþotu og kostaði hún skildinginn enda um eina dýrustu einþotu heims að ræða.

Hagnaður Google fram úr væntingum

Bandaríski netleitarrisinn Google kom talsvert betur inn í árið en spáð hefur verið. Félagið hagnaðist um 1,31 milljarð dala, jafnvirði 98,5 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára.

Harley Davidson fer ekki varhluta af kreppu

Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson finnur nú fyrir kreppunni í Bandaríkjunum og hefur tilkynnt að um 700 starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp störfum vegna samdráttar í sölu Harley-hjóla á þessu ári.

Rekstur Nokia undir væntingum

Uppgjör Nokia sem birt var í morgun var aðeins undir spám markaðsaðila einkum vegna einskiptiskostnaðar tengdum eftirlaunaskuldbindingum og lokunar á verksmiðjum. Velta félagsins á fjórðungnum nam 12,6 milljörðum evra samanborið við 12,7 milljarða meðalspá greiningaraðila. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.

Stórtap hjá AMR

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár.

Ebay græðir á veikum dal

Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára.

Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin.

Verðbólga í Evrópu sú mesta s.l. 16 ár

Verðbólga í ríkjum Evrópubandalagsins mælist nú 3,6% og hefur ekki verið meiri undanfarin 16 ár. Verðbólgan jókst mun meir í mars en gert var ráð fyrir einkum vegna hækkana á orku- og matvælaverði.

Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá.

American Airlines aftur á áætlun

Bandaríska flugfélagið American Airlines segir að flugáætlun félagsins sé aftur komin í eðlilegt horf. Í síðustu viku var meira en 3.000 flugum aflýst þegar félagið þurfti að setja allar MD-80 flugvélar sínar í skoðun vegna raflagna.

Brown kallar bankastjóra á fund

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna.

Greenspan ver yfirsjón á efnahagi

Alan Greenspan sem hefur gjarnan verið nefndur „færasti seðlabankastjóri sem uppi hafi verið" á nú undir högg að sækja. Hann er nú gagnrýndur fyrir stjórn bandarísks efnahags áður en hann fór á eftirlaun og lét af störfum árið 2006.

Hækkandi matvælaverð gæti orsakað hungurmorð

Mörg hundruð þúsund manns verða hungurmorða víða um heim haldi matvælaverð áfram að hækka. Þetta sagði Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vorfundi sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í morgun.

Yahoo gefst upp á eigin leitarvél

Internetfyrirtækið Yahoo! segir að internetleitarvél sem þeir hafa eytt tveimur milljörðum dollara í að þróa, sé einungis tilraun. Leitarvél Google sé betri. Yahoo Meira en 147 milljörðum íslenskra króna hefur verið varið í að þróa þeirra eigin leitarvél.

Færeyjarbanki hækkar vexti

Færeyjarbanki hefur hækkað vexti sína um 0,15-0,74 prósentustig. Lægstu vextir á húsnæðislánum hækka úr 6,10 prósent í 6,25 prósent. Á vefsíðu færeyska fréttamiðilsins Dimmaletting kemur fram að hækkunin tengist lánsfjárkreppu á alþjóðamarkaði.

Heimsins stærstu fasteignaviðskipti

Ashkenazy Acquisition og Carlyle Group tilkynntu í vikunni um stærstu fasteignaviðskipti í heimi þegar fyrirtækin tóku yfir háhýsi í New York. Skrifstofu- og verslunarturninn á Madison breiðstræti númer 650 er rúmlega 55.700 fermetrar. Turninn keyptu fyrirtækin af Hiro fasteignamiðluninni fyrir litlar 680 milljónir dollara sem samsvara rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna.

Enn dregur úr væntingum vestanhafs

Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman.

Gullæði í uppsiglingu í Svíþjóð

Námufyrirtækið Lappland Goldminers tilkynnti í dag að það hefði fundið gull í töluverðu og vinnanlegu magni í norðurhluta Svíþjóðar. Fyrirtækið hefur að undanförnu stundað tilraunaboranir við bæinn Tjalmtrask.

Varnaðarorðin voru of lágvær

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir.

Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir