Viðskipti erlent

Fleiri danskar konur í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra

Danskar viðskiptakonur streyma nú til Noregs til að taka þar sæti í stjórnum fyrirtækja. Er nú svo komið að fleiri danskar konur sitja í stjórnum norskra fyrirtækja en danskra

Þetta er ein af afleiðingum nýrra laga í Noregi sem kveða á um að konur verði að vera 40% af stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum á markaði þar í landi. Er nú svo komið að 64 danskar konur eiga sæti í stjórnum norskra fyrirtækja en aðeins 48 sitja í stjórnum danskra fyrirtækja.

Frá því að lögin öðlust gildi í Noregi um síðustu áramót hafa fyrirtæki þar þurft að skipta út stjórnarmönnum sínum og jafnframt leitað með logandi ljósi að hæfum norskum konum til að taka sæti þeirra. Er nú svo komið að að fyrirtækin þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir hæfu kvennfólki til að manna stöðurnar. Og einkum leita norsku fyrirtækin hófanna í Danmörku.

Helle Trap Friis ein þeirra dönsku kvenna sem fengin var til að taka sæti í stjórn norsk fyrirtækis segir í samtali við Politiken að hún hafi fyrst og fremst verið valin vegna hæfileika sinna. Kyn hennar hefði að vísu verið eitt af skilyrðunum en engin kona væri valin án þess að hafa getu til stjórnarsetunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×