Viðskipti erlent

Harley Davidson fer ekki varhluta af kreppu

Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson finnur nú fyrir kreppunni í Bandaríkjunum og hefur tilkynnt að um 700 starfsmönnum fyrirtækisins verði sagt upp störfum vegna samdráttar í sölu Harley-hjóla á þessu ári.

Samdrátturinn nemur tæpum 13% og minnkaði hagnaður fyrirtækisins um 2,5% á fyrsta ársfjórðungi. Hlutir í fyrirtækinu féllu um tæp 7% á Wall Street er tilkynnt var um uppsagnirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×