Viðskipti erlent

Stærsta flugfélag heims verður til

Stærsta flugfélag heims varð til í gærkvöldi með sameiningu tveggja stórra bandarískra flugfélaga, Delta og Northwest.

Bæði félögin voru á fallandi fæti fyrir sameininguna sökum hækkandi verðs á eldsneyti og samdráttar í Bandaríkjunum og víðar. Hið nýja flugfélag fær nafnið Delta og stjórnandi þess verður Richard Anderson sem áður stjórnaði samnefndu flugfélagi. Áttatíu þúsund manns munu vinna við hið nýja flugfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×