Viðskipti erlent

Norskur skipakóngur splæsir í nýja einkaþotu

Þrátt fyrir að íslenskir auðmenn hafi kannski dregið úr einkaþotukaupum finnast enn menn sem splæsa í svoleiðis. Ríkasti maður Noregs, John Frederiksen, festi nýverið kaup á forláta Gulfstream G550 einkaþotu og kostaði hún skildinginn enda um eina dýrustu einþotu heims að ræða.

Frederiksson, sem á heilan flota af olíuskipum, þurfti að punga út litlum 255 milljónum norskra króna, eða tæpum fjórum milljörðum íslenskra fyrir vélina sem tekur 19 manns í sæti og getur flogið frá Osló til Los Angeles án millilendingar.

Eins og milljarðamæringa er siður sætti hann sig þó ekki við neina Harlemútgáfu af vélinni og splæsti því tæpum 350 milljónum íslenskra króna í aukabúnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×