Viðskipti erlent

American Airlines aftur á áætlun

Farþegar urðu fyrir óþægindum vegna mikilla tafa.
Farþegar urðu fyrir óþægindum vegna mikilla tafa. MYND/AFP

Bandaríska flugfélagið American Airlines segir að flugáætlun félagsins sé aftur komin í eðlilegt horf. Í síðustu viku var meira en 3.000 flugum aflýst þegar félagið þurfti að setja allar MD-80 flugvélar sínar í skoðun vegna raflagna.

Bandaríska flugumferðarstjórnin hefur þvingað skoðanirnar í gegn og nokkur flugfélög hafa í kjölfarið kyrrsett vélar.

American Airlines bað farþega sína afsökunar og bauð endurgreiðslu og bætur til þeirra sem urðu fyrir raski af þessum sökum.

Allar 300 MD-80 vélar félagsins sem notaðar eru í meðallöng flug voru settar í skoðun á þriðjudag þar sem raflagnir í hjólum voru kannaðar. Smám saman hafa vélarnar aftur verið teknar í notkun.

Yfirmaður félagsins segir að full ábyrgð sé tekin á kyrrsetningu vélanna og segist munu ráða sérfræðing til að hjálpa til við að fara eftir öryggisreglum flugumferðastofnunar í framtíðinni. Hann segir að kyrrsetningarnar hafi kostað félagið milljónir dollara.

Flugumferðarstjórn hefur hert reglur um skoðanir frá því að það viðurkenndi að hafa verið of lint við Southwest flugfélagið á síðasta ári.

Samgöngunefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins komst að því að ekki hafði verið tekið eftir sprungum í flugvélaskrokkum véla Southwest þar sem þær höfðu ekki verið skoðaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×