Viðskipti erlent

Gullæði í uppsiglingu í Svíþjóð

Námufélagið Lappland Goldminers tilkynnti í dag að það hefði fundið gull í töluverðu og vinnanlegu magni í norðurhluta Svíþjóðar. Fyrirtækið hefur að undanförnu stundað tilraunaboranir við bæinn Tjalmtrask.

Lappland Goldminers er skráð í kauphöllina í Osló og hefur stundað gulleit á svokölluðu "Gold Line" svæði við Vasterbotten um árabil. Það hefur verið án árangurs þar til nú.

Nú hefur fundist sýnilegt magn af gulli í bergi sem liggur á 35 til 43 metra dýpi. Forstjóri félagsins, Karl-Ake Johansson segir í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló að um mjög áhugaverðan gullfund sé að ræða þar sem hátt hlutfall af gulli sé í berginu.

Eftir að tilkynningin um gullfundin barst í morgun hafa bréf í Lappland Goldminers hækkað um 5%.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×