Viðskipti erlent

Nýtt olíusvæði við Brasilíu hið þriðja stærsta í heiminum

Olíusvæðið sem nýlega fannst undan ströndum Brasilíu er talið geta gefið af sér allt að 33 milljarða tunna af oliu og yrði það þá þriðja stærsta olíusvæði í heiminum.

Forstjóri olíumálastofnunnar Brasilíu greindi frá þessu og segir að olíusvæðið liggi nokkuð djúpt undan borginni Rio de Janeiro.

Forstjóri hins ríkisrekna olíufélags Petrobras vill ekki tjá sig um málið en eftir að fyrrgreindar upplýsingar komu fram hækkuðu hlutabréf í félaginu um 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×