Viðskipti erlent

Yahoo gefst upp á eigin leitarvél

Internetfyrirtækið Yahoo! segir að internetleitarvél sem þeir hafa eytt tveimur milljörðum dollara í að þróa, sé einungis tilraun. Leitarvél Google sé betri. Yahoo Meira en 147 milljörðum íslenskra króna hefur verið varið í að þróa þeirra eigin leitarvél.

Fyrirtækið gaf út nýtt forrit á síðasta ári sem kallað var Project Panama og átti að tengja auglýsingar internetleit, þannig að notendur væru líklegri til að smella á auglýsingarnar. Á fréttavef Bloomberg segir að nú hafi Yahoo viðurkennt að Google sé einfaldlega betri.

Í tölvupósti sem Sue Decker forstjóri fyrirtækisins skrifaði starfsmönnum 3. apríl sagði hún; „Leyfið mér að tala skýrt um hollustu okkar við leit. Við ætlum að verða stór þátttakandi í leit, og greidd leit er mikilvægur hluti af viðskiptum okkar."

Í þessari viku samþykkti Jerry Yang framkvæmdastjóri að prófa leitarforrit Google á meðan verið er að semja um valkosti vegna yfirtökutilboðs Microsoft upp á 44,6 milljarða dollara, eða tæplega 3.300 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Bloomberg hittust yfirmenn Yahoo hittust á fundi í gær til að skoða tilboðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×