Viðskipti erlent

Breski seðlabankinn gefur húsnæðismarkaðnum vítamínsprautu

Alistair Darling, fjármálaráðherra  Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.

Breskir miðlar spá því í dag að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, tilkynni um það á morgun að seðlabankinn þar í landi dæli gríðarlegum fjárhæðum inn á markaðinn til þess að koma í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn hrynji. Talið er að fjárhæðin nemi fimmtíu milljörðum punda, eða um sex þýsund milljörðum íslenskra króna og verði það raunin er um einsdæmi í breskri efnahagssögu að ræða.

Gagrýnendur óttast að með þessu sé verið að kasta peningum á glæ til bankanna en yfirvöld benda á að um verði að ræða lán og að ríkið taki veð í eignum bankanna á móti.

Vonast menn til að innspýtingin hleypi lífi í markaðinn en fasteignakaup hafa því sem næst stöðvast þar í landi eins og víða um heim í kjölfar lánakreppunnar sem riðið hefur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×