Viðskipti erlent

Uppgjör erlendra félaga rýr í roðinu

Uppgjör þeirra erlendu félaga sem hafa birst hingað til eftir fyrsta ársfjórðung ársins hafa verið rýr í roðinu.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að gengi bréfa í General Electric, þriðja verðmætasta fyrirtæki heims, féll um 12% á föstudaginn eftir að fyrirtækið skilaði uppgjöri undir væntingum. Hagnaður af undirliggjandi starfsemi dróst saman um 12% og nam 4,36 miljörðum Bandaríkjadala.

Þá birti Philips, stærsti raftækjaframleiðandi Evrópu, uppgjör í morgun sem einnig var undir væntingum. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi nam 219 milljónum evra og dróst saman um 75% frá því í fyrra.

Uppgjöra bandarískra fyrirtækja er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem þau hafa jafnan mikil áhrif á verðbréfamarkaði víða um heim. Í

þessari viku munu um 200 bandarísk fyrirtæki birta afkomutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, m.a. fjármálafyrirtækin Washingon Mutual, JP Morgan, Merrill Lynch, Citigroup og Wachovia. Einnig munu stórfyrirtækin Coca-Cola, eBay, IBM, Google og Caterpillar birta uppgjör.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×