Fleiri fréttir

Von á fleiri uppsögnum hjá GM

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, hefur greint frá því að svo geti farið að fyrirtækið segi upp fleiri starfsmönnum á nýju ári. Fyrirtækið sagði upp 34.000 manns í fyrra ákvað að loka 12 verksmiðjum til að draga úr hallarekstri.

Vill að Vodafone falli frá yfirtöku í Hutchison Essar

Hluthafi í breska farsímarisanum Vodafone vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn.

OECD þrýstir á evrulöndin

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur hvatt stjórnvöld til að draga úr fjárlagahalla landanna og auka samkepnnishæfni innan þeirra. OECD segir stjórnvöld í Þýskalandi eina landið á evrusvæðinu sem hafi gripið til aðgerða. Stjórnvöld í Slóveníu eru undanskilin gagnrýni OECD en landið tók upp evrur um áramótin.

Boeing tekur fram úr Airbus

Stjórn bandarísku flugvélasmiðjanna Boeing greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði selt 1.044 farþegaflugvélar á síðasta ári. Þetta er 42 vélum meira en á síðasta ári og annað árið í röð sem fyrirtækið skilar metsölu. Allt stefnir í að Boeing taki fljótlega fram úr evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus sem söluhæsti flugvélaframleiðandi heims.

Nýtt lággjaldaflugfélag í Asíu

Auðkýfingurinn Tony Fernandes, forstjóri Air Asia, greindi frá því í dag að lággjaldaflugfélögin Air Asia og Fly Asian Express ætla að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, Air Asia X, sem mun sinna millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Air Asia hefur sömuleiðis tilkynnt að það hafi pantað 100 A320 farþegaþotur frá Airbus og geti svo farið að félagið kaupi jafn margar til viðbótar til að anna eftirspurn.

1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu í desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða en í takt við væntingar markaðsaðila.

Samvinna við Easyjet og Virgin ekki í bígerð

Talsmenn bresku flugfélaganna Easyjet og Virgin neita báðir að flugfélögin ætli að hefja samstarf við lággjaldaflugfélagið Air Asia í Malasíu. Orðrómur um hugsanlegt samstarf fór af stað í byrjun vikunnar þegar talsmaður Air Asia sagði von á stórri tilkynningu frá flugfélaginu í vikulokin.

Baráttan harðnar um Hutchison Essar

Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu.

Samdráttur hjá bandarískum bílaframleiðendum

Sala á nýjum bílum dróst nokkuð saman á milli ára hjá bílaframleiðendunum General Motors (GM), Ford og DaimlerChrysler á síðasta ári. Samdrátturinn var mestur hjá GM eða 8,7 prósent. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum um 12 prósent hjá Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið á miklum hraðbyr og stefnir í að það taki fram úr GM á árinu sem stærsti bílaframleiðandi í heimi.

Verð á hráolíu undir 59 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um 4 prósent á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í rúma 58 dali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu aukist á milli vikna. Hráolíuverðið nú er 1 senti hærra en það var við árslok 2005.

Yfirtaka hindruð

Eignarhaldsfélagið Essar, sem er í eigu indversku Ruia-fjölskyldunnar, og minnihlutaeigandi í indverska farsímafélaginu Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafyrirtæki Indlands, hefur boðið jafnvirði 792 milljarða íslenskra króna í hlut Hutchisons með það fyrir augum að yfirtaka félagið.

Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga

Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag.

Mesti munur á evru og jeni

Gengi evru hefur aldrei verið veikara gagnvart japanska jeninu en í dag. Helstu ástæðurnar eru minna atvinnuleysi í Þýskalandi í desember auk þess sem sérfræðingar telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í tvígang á fyrri helmingi ársins en að japanski seðlabankinn hækki ekki vextina líkt og búist var við.

Hlutabréf falla í Taílandi

Gengi hlutabréfa hefur fallið um 3,8 prósent í kauphöllinni í Bangkok í Taílandi í kjölfar þess að átta sprengjur sprungu í borginni á nýársnótt. Þrír létust í árásunum og um 40 manns særðust.

Erlendur viðskiptaannáll 2006

Breytingar á stýrivöxtum, samdráttur í rekstri fyrirtækja, vinveittar og óvinveittar yfirtökutilraunir og samruni fyrirtækja og hlutabréfamarkaða einkenndi síðasta ár. Fastlega má búast við því að fréttir síðasta árs lifi framhaldslífi langt fram á þetta ár.

Air Asia segir stórfréttir í vændum

Asíska lággjaldaflugfélagið Air Asia segist ætla að færa stórfréttir á föstudag. Búist er við að flugfélagið muni tilkynna um samstarf með bresku félögunum Easyjet og Virgin Group.

Olíuverð undir 61 dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 61 dal á tunnu á helstu mörkuðum eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var tekinn af lífi. Þá hefur gott veðurfar í Bandaríkjunum hjálpað til við að halda verðinu niðri.

Rannsókn hreinsar stjórnendur Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði ársuppgjöri sínu á föstudag í síðustu viku, sem var síðasti dagur fyrirtækisins til að gera slíkt. Uppgjörið tafðist vegna rannsóknar bandaríska fjármálaeftirlitsins á kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtækisins sem meðal annars voru veittir Steve Jobs, forstjóra fyrirtækisins. Rannsóknin hreinsar fyrirtækið og stjórnendur þess af misgjörðum.

Stærsti banki Hollands segir upp starfsfólki

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, ætlar að segja upp 900 manns sem starfa hjá fyrirtækinu í Kanada og Bandaríkjunum um mitt næsta ár. Þetta jafngildir um 5 prósentum af starfsliði bankans. Ákvörðunin var tekin eftir að hagnaður bankans dróst saman um 6 prósentí fyrsta sinn á þriðja ársfjórðungi en um er að ræða fyrsta samdrátt hjá bankanum í fimm ár.

Nikkei í methæðum á nýju ári?

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 endaði í 17.225,83 stigum við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan á síðasta viðskiptadegi ársins í morgun. Þetta er 7 prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og fjórða árið í röð sem vísitalan hækkar á milli ára. Hagfræðingar búast við að vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta ári þrátt fyrir að hagvöxtur þar í landi hafi ekki mælst minni í 18 mánuði.

Virgin America fær ekki flugrekstrarleyfi

Samgöngumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita lággjaldaflugfélaginu Virgin America ekki flugrekstrarleyfi í landinu. Flugfélagið er eitt af dótturfélögum bresku samstæðunnar Virgin Group, sem er í eigu breska auðkýfingsins Richards Branson. Undirbúningur fyrir starfsemi flugfélagsins hefur staðið yfir síðastliðin tvö ár.

Bandaríkjastjórn í vegi fyrir Virgin America

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað að veita Virgin Group, félagi breska auðkýfingsins sir Richard Bransons, leyfi til að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag vestanhafs. Bandarísk lög kveða á um að 75 prósent hlutafjár í flugfélögum verður að vera í eigu Bandaríkjamanna.

Búast við tapi hjá AMR

Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur.

Ford og Toyota í samstarf?

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Toyota fór í methæðir í dag í kjölfar fregna þess efnis að stjórnarformaður fyrirtækisins og forstjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford hefðu fundað í Tókýó í Japan í síðustu viku.

Olíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman einn og hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er minni eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum yfir jólin vegna góðs veðurfars. Lækkunin sló á fyrri hækkun á hráolíuverði vegna ótta við að Íranar drægju úr olíuframleiðslu vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna.

Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum

Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007.

Rússar kæra PWC

Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess.

Bloomberg les í olíuverðið

Flestir greinendur telja líkur á að heimsmarkaðsverð á hráolíu muni hækka í næstu viku vegna aðgerða OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, til að stemma stigu við verðlækkunum á olíu á seinni hluta árs og minnka umframbirgðir af olíu helstu hagkerfa, samkvæmt Bloomberg í gær.

Statoil dregur úr olíuframleiðslu

Norska ríkisolíurisinn Statoil hefur ákveðið að minnka olíuframleiðslu á svokölluðu Kvitebjørnsvæði í Norðursjó í næstu fimm mánuði og mun framleiðslan eftirleiðis nema 95.000 tunnum af olíu í dag. Fyrirtækið grípur til þessa ráða til að tryggja olíubirgðir og vernda borholur. Þá horfir fyrirtækið til þess að auka framleiðslu sína á öðrum svæðum og vega þannig upp á móti skerðingunni.

Toyota stærsti bílaframleiðandi heims?

Allt virðist stefna í að japanski bílaframleiðandinn Toyota taki fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors sem stærsta fyrirtækið á þessu sviði á næsta ári. Toyota ætlar að gefa í á nýju ári og auka framleiðslu á nýjum bílum um 4 prósent sem jafngildir því að fyrirtækið búi til 9,42 milljónir bíla á árinu.

Vodafone staðfestir fyrirtækjaskoðun á Indlandi

Stjórn breska farsímarisans Vodafone hefur staðfest að fyrirtækið sé að íhuga að gera tilboð í indverska farsímafélagið Hutchison Essar. Vodafone mun bjóða allt að rúma 13,5 dali eða um 944 milljarða krónur í félagið. Með kaupunum er horft til þess að stækka fyrirtækið þar sem evrópski farsímamarkaðurinn er mettur.

Hlutabréf lækkuðu um 2,4 prósent í Taílandi

Gengi taílenska bahtsins hefur lækkað um 1,7 prósent í dag gagnvart bandaríkjadal á Taílandi í dag. Gengi hlutabréfa hækkaði um 11 prósent í kauphöllinni í Taílandi í gær en lækkaði um 2,4 prósent í dag eftir að forsætisráðherra Taílands greindi frá því að ríkisstjórnin styddi aðgerðir taílenska seðlabankans.

Vodafone að kaupa indverskt farsímafyrirtæki?

Farsímarisinn Vodafone er sagður vera að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag á Indlandi. Verði af tilboðinu mun það nema 13 milljörðum punda eða tæpa 1.800 milljarða íslenskra króna, að sögn breska dagblaðsins Telegraph.

Euronext samþykkir samruna við NYSE

Hluthafar evrópsku kauphallarinnar Euronext hafa samþykkt samruna við kauphöllina í New York, NYSE, en með honum verður til fyrsta kauphöllin sem tengir markaði í Evrópu og Bandaríkjunum og auðveldar fyrir vikið fjárfestingar yfir Atlantshafið.

Delta hafnar US Airways

Bandaríska flugfélagið Delta hefur hafnað yfirtökutilboði flugfélagsins US Airways. Tilboðið hljóðaði upp á 8 milljarða bandaríkjadali eða tæpa 552,5 milljarða íslenskra króna. Stjórn Delta ákvað hins vegar að leita allra leiða til að hagræða í rekstri og forða flugfélaginu frá gjaldþroti.

Hlutabréf hækka á ný í Taíland

Gengi hlutabréfa hækkaði um 9 prósent í Taílandi í dag eftir mjög mikla lækkun í í gær. Seðlabanki Taílands tilkynnti á mánudag að hann hyggðist taka upp gjaldeyrishömlur til að sporna gegn hækkun taílenska bahtsins. Afleiðingarnar urðu þær að fjöldi erlendra fjárfesta losaði sig við hlutabréfaeign sína á þriðjudag og gengi hlutabréfavísitölunnar fór niður um tæp 15 prósent.

Uppgangur innan klæða

Danir eru sterk verslunarþjóð og eiga langa sögu sem slík, enda þótt við teljum okkur auðvitað þeim fremri á öllum sviðum nema í fótbolta.

Gjaldeyrishömlum aflétt í Taílandi

Ríkisstjórn Taíland tilkynnti í dag að hún muni aflétta gjaldeyrishömlum á alþjóðlega fjárfesta. Hömlurnar urðu til þess að fjöldi erlendra fjárfesta losuðu sig við taílenska hlutabréfaeign sína með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa í Taílandi hrundi í morgun.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast um 25 punta í júlí í sumar og lét af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi síðastliðin fimm ár.

Norsk Hydro og Statoil sameinuð

Norsku ríkisfyrirtækin Norsk Hydro og olíufyrirtækið Statoil hafa samþykkt að ganga í eina sæng með það fyrir augum að stofna nýjan olíurisa, sem verður einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum sem sinnir olíuframleiðslu á hafi úti. Gengi hlutabréfa í Norsk Hydro hefur hækkað um 24 prósent í kauphöllinni í Olsó í Noregi í dag vegna fréttanna.

Stork gefur sölu á hluta undir fótinn

Stork fyrirtækjasamstæðan í Hollandi horfir til nokkurra fjárfestingarkosta sem gætu leitt til uppskiptingar á samstæðunni ef til þess þyrfti að koma til að fjármagna kaupin, hafa erlendir fjölmiðlar eftir Jan Kalff, stjórnarformanni Stork.

Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum

Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði.

Apple frestar birtingu ársuppgjörs

Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði frestað því að senda ársskýrslu sína til bandarískra fjármálayfirvalda. Ástæðan mun vera rannsókn yfirvalda á kaupréttarákvæðum stjórnenda hjá fyrirtækinu.

Gengi BAE Systems hækkaði mikið

Gengi hlutabréfa í breska fyrirtækinu BAE Systems hækkaði snarlega, eða um 5,1 prósent, þegar viðskipti hófust á markaði í Lundúnum í morgun eftir að yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í gær að þau hefðu fellt niður rannsókn á fyrirtækinu vegna vafasamra viðskipta þess við Sádi-Arabíu.

Sjá næstu 50 fréttir