Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs 11. janúar 2007 10:30 Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. Fyrirtækið skilaði 24,5 milljóna punda eða rúmlega 3,4 milljarða króna tapi fyrir skatta á tímabilinu. Þetta er nokkur viðsnúningur frá 2,8 milljóna punda eða 392,7 milljóna króna hagnaði fyrirtækisins á sama tíma fyrir ári. Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í fyrra þar sem greint var frá því að búast mætti við samdrætti í afkomu fyrirtækisins vegna minni sölu á seinni hluta árs. Verslunin greip til ýmissa aðgerða til að sporna gegn samdrættinum, meðal annars með því að veita afslátt á tónlistardiskum og DVD-mynddiskum. Það bar hins vegar lítinn árangur. Forstjóri HMV mun sinna starfi fráfarandi framkvæmdastjóra þar til nýr eftirmaður kemur í leitirnar, að sögn Telegraph. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. Fyrirtækið skilaði 24,5 milljóna punda eða rúmlega 3,4 milljarða króna tapi fyrir skatta á tímabilinu. Þetta er nokkur viðsnúningur frá 2,8 milljóna punda eða 392,7 milljóna króna hagnaði fyrirtækisins á sama tíma fyrir ári. Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í fyrra þar sem greint var frá því að búast mætti við samdrætti í afkomu fyrirtækisins vegna minni sölu á seinni hluta árs. Verslunin greip til ýmissa aðgerða til að sporna gegn samdrættinum, meðal annars með því að veita afslátt á tónlistardiskum og DVD-mynddiskum. Það bar hins vegar lítinn árangur. Forstjóri HMV mun sinna starfi fráfarandi framkvæmdastjóra þar til nýr eftirmaður kemur í leitirnar, að sögn Telegraph.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira