Viðskipti erlent

Fótboltatreyjur gefa gott spark

Vinsælasti búningurinn
Vinsælasti búningurinn

Sportvörukeðjan JJB Sports skilaði ágætri jólasölu og auknum hagnaði miðað við sama tíma árið áður, þökk sé mikilli sölu á fótboltatreyjum vinsælustu félagsliðanna í ensku úrvalsdeildinni. Mesta salan liggur í treyjum Manchester Utd. en mikil ásókn hefur enn fremur verið í treyjur Liverpool.

Helstu samkeppnisaðilar JJB Sports eru stórmarkaðir og Sportsworld sem er önnur stór sportvöruverslanakeðja. Líkur eru á því að fyrirtækið verði tekið yfir af breskum fjárfestingasjóðum og þá hefur einnig nafn Baugs verið nefnt til sögunnar sem áhugasamur kaupandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×