Fleiri fréttir

Þrír nýir ráðgjafar til Syndis

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Hópstjóri sviðsins segir ráðningarnar auka aðgengi viðskiptavina að fagfólki. 

Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum

Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess.

Frysta leigu­verð næstu þrjá mánuði

Stjórn Brynju leigufélags hyggst frysta leiguverð næstu þrjá mánuði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi mikillar verðbólgu á þessu ári.

„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“

Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Ætla að koma allri starf­semi IKEA á einn stað

Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ.

Niceair bætir við sig tveimur á­fanga­stöðum

Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári.

Ekki orðið var við að aug­lýs­endur séu hikandi vegna HM í Katar

Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu.

Sigurður og Haukur til Banana

Sigurður Ingi Halldórsson og Haukur Magnús Einarsson hafa verið ráðnir til Banana. Sigurður verður framleiðslustjóri og Haukur vöruhússtjóri. 

Aðstoðarritstjóra DV sagt upp

Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs.

Hörður nýr for­stöðu­maður hjá Krónunni

Hörður Már Jónsson hefur tekið við sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Krónunni. Sem forstöðumaður mun hann leiða áframhaldandi þróun og innleiðingu á starfrænum lausnum Krónunnar. 

Ást­hildur nýr stjórnar­for­maður Empower

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now.

Edda til Akta

Edda Guðrún Sverrisdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða. Edda kemur til Akta frá Kviku banka. 

287 milljón króna gjald­þrot Björns Inga

Alls voru gerðar kröfur upp á tæplega 286 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. 

Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum

Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir.

Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Ís­lands­banka

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. 

Sjö ný til Stefnis

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

Fimm nýir stjórn­endur ráðnir til Geo Salmo

Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason.

Haf­steinn leiðir nýtt svið hjá Advania

Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar.

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Domino's kveður eftir kvar­t­öld í Kringlunni

Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi.

Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana.

„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum.

Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins

Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna.

Ármann og Magnús ganga til liðs við Rexby

Íslenska sprotafyrirtækið Rexby hefur ráðið Ármann Kristjánsson og Magnús Skúlason til sín. Ármann mun bera ábyrgð á notendaupplifun fyrirtækisins en Magnús við forritun. 

Meint ís­­lenskt ó­­veður reynst dýr­­keypt fyrir Vueling

Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir