Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 12:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þjónustutekjur bankans hafi aukist um 14,4 prósent á milli ára. Skýrist það af vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum að því er segir í tilkynningunni. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6 prósent og var 8,5 prósent á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu. Þar segir einnig að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 17,6 prósent, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021, segir í tilkynningunni. Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna þann 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna. „Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum, er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans í tilkyningunni. Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þjónustutekjur bankans hafi aukist um 14,4 prósent á milli ára. Skýrist það af vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum að því er segir í tilkynningunni. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6 prósent og var 8,5 prósent á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu. Þar segir einnig að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 17,6 prósent, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021, segir í tilkynningunni. Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna þann 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna. „Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum, er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans í tilkyningunni.
Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira