„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 19:31 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. Í uppgjörinu kemur fram að á þriðja ársfjórðungi námu tekjur 59,9 milljónum bandaríkjadala, eða um 8,7 milljörðum króna, samanborið við 32,5 milljónir bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Er það aukning upp á 84 prósent. Play hafi flutt 311 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi árið 2022 og gerir ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í ár verði um 800 þúsund. Sætanýting flugfélagsins 85 prósent en í októbermánuði nam hún 81,9 prósentum. Play áætlar að flytja 1,5 til 1,7 milljón farþega á næsta ári og að veltan verði um 46 milljarðar króna. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að í ljósi þess að meirihluti áfangastaða hafi verið ný í leiðarkerfi flugfélagsins þásé sannkallað afrek að skila rekstrarhaganaði. „Það er alls ekki sjálfsagt. Um leið er sætanýtingin, 85%, mjög ásættanleg fyrir nýliða eins og okkur og ekki er annað að sjá en að þróunin sé mjög góð inn í veturinn. Markmið okkar um jákvæða rekstrarafkomu fyrir síðari hluta ársins í heild munu ekki standast og það hefði verið ánægjulegra að sjá enn betri niðurstöðu á þessum fjórðungi, en krefjandi ytri aðstæður hafa haft áhrif á okkur. Auk þess hefur tekjuvöxtur verið hægari en við gerðum ráð fyrir,“ er haft eftir Birgi. Hann segir þó ytra markaðsumhvefi hafa reynst þyngra í vöfum en hann hafði vonast til. „Það breytir þó ekki hinu, að það eru jákvæð teikn á lofti í rekstrinum. Við sjáum fram á jákvæða rekstrarafkomu á næsta ári eftir því sem tekjustofnar okkar verða traustari og við komum okkur enn betur fyrir á mörkuðum okkar.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í uppgjörinu kemur fram að á þriðja ársfjórðungi námu tekjur 59,9 milljónum bandaríkjadala, eða um 8,7 milljörðum króna, samanborið við 32,5 milljónir bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Er það aukning upp á 84 prósent. Play hafi flutt 311 þúsund farþega á þriðja ársfjórðungi árið 2022 og gerir ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í ár verði um 800 þúsund. Sætanýting flugfélagsins 85 prósent en í októbermánuði nam hún 81,9 prósentum. Play áætlar að flytja 1,5 til 1,7 milljón farþega á næsta ári og að veltan verði um 46 milljarðar króna. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að í ljósi þess að meirihluti áfangastaða hafi verið ný í leiðarkerfi flugfélagsins þásé sannkallað afrek að skila rekstrarhaganaði. „Það er alls ekki sjálfsagt. Um leið er sætanýtingin, 85%, mjög ásættanleg fyrir nýliða eins og okkur og ekki er annað að sjá en að þróunin sé mjög góð inn í veturinn. Markmið okkar um jákvæða rekstrarafkomu fyrir síðari hluta ársins í heild munu ekki standast og það hefði verið ánægjulegra að sjá enn betri niðurstöðu á þessum fjórðungi, en krefjandi ytri aðstæður hafa haft áhrif á okkur. Auk þess hefur tekjuvöxtur verið hægari en við gerðum ráð fyrir,“ er haft eftir Birgi. Hann segir þó ytra markaðsumhvefi hafa reynst þyngra í vöfum en hann hafði vonast til. „Það breytir þó ekki hinu, að það eru jákvæð teikn á lofti í rekstrinum. Við sjáum fram á jákvæða rekstrarafkomu á næsta ári eftir því sem tekjustofnar okkar verða traustari og við komum okkur enn betur fyrir á mörkuðum okkar.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira