Ætla að koma allri starfsemi IKEA á einn stað Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:42 Eins og sjá má eru vinnuvélar mættar í hraunið til að sinna jarðvegsvinnu. Myndin var tekin í morgun. Vísir/Vilhelm Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ. Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend IKEA Garðabær Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend
IKEA Garðabær Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent