Viðskipti innlent

Sjö ný til Stefnis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Elísa Karen Guðmundsdóttir, Helena Rut Pétursdóttir, Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson, Magdalena Anna Torfadóttir, Ellen Melkorka Hine og Baldvin Bjarki Gunnarsson. Á myndina vantar Bjarna Ármann Atlason.
Frá vinstri: Elísa Karen Guðmundsdóttir, Helena Rut Pétursdóttir, Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson, Magdalena Anna Torfadóttir, Ellen Melkorka Hine og Baldvin Bjarki Gunnarsson. Á myndina vantar Bjarna Ármann Atlason. Stefnir

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

  • Starfsmennirnir sjö eru:
  • Bjarni Ármann Atlason.
  • Elísa Karen Guðmundsdóttir.
  • Ellen Melkorka Hine.
  • Magdalena Anna Torfadóttir.
  • Róbert Vilhjálmur Ásgeirsson.
  • Baldvin Bjarki Gunnarsson,
  • Helena Rut Pétursdóttir. 

Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis, segist binda vonir við að nýi liðsaukinn muni efla fyrirtækið enn frekar. 

„Það er virkilega ánægjulegt að fá þennan liðsauka til okkar og tel ég að þessi nýstofnaða teymi muni auka sýnileika félagsins til muna. Það er ótrúlega gefandi að kynnast þessu fólki og finna hvað það er vel að sér og hvernig það dregur þekkingu að starfseminni fyrir okkur. Ég hef mikla trú á því að það borgi sig margfalt að auka fjölbreytni hópsins og fá til okkar unga og vel menntaða einstaklinga,“ er haft eftir Jóni á vef Stefnis. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×