Ekki orðið var við að auglýsendur séu hikandi vegna HM í Katar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:01 Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að kostunaraðilar útsendinga RÚV vegna HM í Katar séu fjórir. Vísir Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“ Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“
Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira