Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 14:05 Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason og Eyþór Helgason. Aðsend Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán. Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán.
Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent