Fleiri fréttir

Hörður hættir í Macland

Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Forstjóri OR hyggst láta af störfum

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hyggst láta af störfum frá og með 1. mars á næsta ári. Ný stjórn tekur senn við taumunum hjá Orkuveitunni. 

Hjörtur frá Amazon til Lucinity

Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn yfirmaður tækni- og hugbúnaðarþróunar (CTO) hjá sprotafyrirtækinu Lucinity. Hann snýr nú aftur til Íslands eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum hjá tæknirisanum Amazon síðustu átta ár.

Árni Pétur til 50skills

Árni Pétur Gunnsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu 50skills.

Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði.

Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað

Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu.

Ragnhildur áfram rektor HR

Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur.

Jón fjár­festir í HPP Solutions og verður stjórnar­for­maður

Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, hefur tekið við sem stjórnarformaður HPP Solutions ehf. samhliða kaupum á eignarhlut í félaginu. Jón lét af störfum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þann 1. apríl á þessu ári eftir 26 ár sem forstjóri.

Bein út­sending: Sjálf­bærni­dagur Lands­bankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans fer fram í Grósku í dag. Aðalfyrirlesari verður Tjeerd Krumpelman frá ABN AMRO-bankanum í Hollandi og mun hann fjalla um sjálfbærni fyrirtækja. Fundurinn hefst klukkan níu.

Út­gerð Stefnis hætt og þrettán manns sagt upp

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. (H-G hf.) hefur ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Stefnis ÍS 28 vegna samdráttar í úthlutuðu aflamarki þorsks. Þrettán manna áhöfn Stefnis verður sagt upp frá og með áramótum.

Breyta nafni hótel­keðju Icelandair og Flug­leiða

Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins.

Biðla til stjórn­valda um að af­stýra 20 prósenta hækkun fast­eigna­skatta

Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað.

„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði

Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu.

Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent.

Út­víkka starf­semina og stofna sjóða- og eigna­stýringu

VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar.

Lauf Forks og Si­dekick Health hlutu Ný­sköpunar­verð­launin

Nýsköpunarverðlaunin vegna ársins 2021 og 2022 voru afhent á Nýsköpunarþingi í Grósku í dag. Fyrirtækin Lauf Forks og Sidekick Health hlutu verðlaunin en það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti þau.

Al­freð hefur starf­semi í Fær­eyjum

Íslenska atvinnuleitarappið Alfreð hefur hafið starfsemi í Færeyjum, en þetta er þriðji alþjóðlegi markaðurinn þar sem appið hefur innreið sína.

Þorpið vist­fé­lag kaupir JL húsið

Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Breyta á efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir.

Að­flutt starfs­fólk nauð­syn­legt til að mæta aukinni eftir­spurn

Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk.

Ás­geir nýr fram­kvæmda­stjóri Procura

Ásgeir Þór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Procura fasteignasölu. Ásgeir mun stýra daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt því að sinna sölu fasteigna.

Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar

Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins.

Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn

Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu.

Mat­höllin opni á næstu mánuðum

Mathöllin á Pósthússtræti 5 er í þann mund að verða tilbúin af orðum Leifs Welding, eins eigenda mathallarinnar að dæma. Stefnt sé að því að opna mathöllina í lok október eða byrjun nóvember.

Vilja gera ferða­mönnum kleift að njóta landsins óháð veðri

Ferðaþjónustufyrirtækið IcelandCover var stofnað með það að markmiði að hjálpa ferðamönnum að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða óháð síbreytilegu íslensku veðri. Fyrirtækið leigir út útivistarfatnað til ferðamanna. Á dögunum opnuðu eigendurnir búð á Laugavegi.

Bjarki nýr inn í lykil­stjórn­enda­hóp N1

Bjarki Már Flosason hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá N1 og verður þar með hluti af forstöðumannahóp félagsins. Bjarki sinnti áður starfi þróunarstjóra stafrænna lausna hjá N1.

Eik hættir við kaup á Lamb­haga

Eik fasteignafélag hefur hætt við að kaupa garðyrkjustöðvarnar Lambhaga í Úlfarsdal og Lund í Mosfellsdal. Kaupverð var áætlað 4,2 milljarðar króna.

Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood og fjárfestir, er ekki lengur með dóm á bakinu fyrir meiriháttar skattalagabrot. Málinu var vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti í gær. Bjarni segir réttlætið hafa sigrað.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.