Viðskipti innlent

Hjörtur frá Amazon til Lucinity

Atli Ísleifsson skrifar
Hjörtur Líndal Stefánsson.
Hjörtur Líndal Stefánsson. Lucinity

Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn yfirmaður tækni- og hugbúnaðarþróunar (CTO) hjá sprotafyrirtækinu Lucinity. Hann snýr nú aftur til Íslands eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum hjá tæknirisanum Amazon síðustu átta ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lucinity, en fyrirtækið smíðar hugbúnað til varnar peningaþvætti. Hjörtur mun hafa yfirumsjón með allri tækni og hugbúnaðarþróun Lucinity og styðja við frekari vöxt þess.

„Hjörtur snýr nú aftur til Íslands eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum hjá tæknirisanum Amazon síðustu átta ár. Hjá Amazon bar hann ábyrgð á myndbandsauglýsingakerfi allra miðla í eigu fyrirtækisins en þar heyra undir þekkt vörumerki á borð við Prime Video, Twitch og IMDB. Síðastliðin 17 ár hefur Hjörtur sankað að sér reynslu við leiðtogastörf í hönnun og innleiðingu dreifstýrðra hugbúnaðarkerfa sem þjóna milljónum viðskiptavina. Fyrir tíma sinn hjá Amazon sinnti Hjörtur fjölbreyttum hlutverkum í hugbúnaðarþróun hjá fyrirtækjunum Ubisoft og CCP.

Hjörtur tekur sæti í framkvæmdarstjórn Lucinity og ber ábyrgð á tæknistefnu og hugbúnaðarteymum fyrirtækisins. Teymin undir hans stjórn munu halda áfram að leggja ofuráherslu á áframhaldandi uppbyggingu leiðandi kerfis í vörnum gegn peningaþvætti sem eykur skilvirkni og skalanleika fjármálastofnanna um allan heim,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×