Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sjálf­bærni­dagur Lands­bankans

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gróska, heimili nýsköpunar, í Vatnsmýri þar sem dagskrá sjálfbærnidagsins fer fram.
Gróska, heimili nýsköpunar, í Vatnsmýri þar sem dagskrá sjálfbærnidagsins fer fram. Vísir/Vilhelm

Sjálfbærnidagur Landsbankans fer fram í Grósku í dag. Aðalfyrirlesari verður Tjeerd Krumpelman frá ABN AMRO-bankanum í Hollandi og mun hann fjalla um sjálfbærni fyrirtækja. Fundurinn hefst klukkan níu.

Fundurinn er ætlaður stjórnendum fyrirtækja, fólki í rekstri og fjárfestum. Í tilkynningu frá bankanum segir að markmið dagsins sé að gefa fundargestum betri innsýn í hvað beri hæst í málaflokki sjálfbærni og fái skýrari hugmyndir um næstu skref í sjálfbærnimálum. 

Fyrsta rafflugvél Íslands verður til sýnis í Grósku í tengslum við fundinn og þegar honum líkur verður gestum boðið upp á að smakka snarl af fyrsta vetnisgrilli Íslands.

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum:

Dagskrá: Setning: Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Fjárfestingar og fyrirtækjarekstur fyrir auðgandi framtíð: Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Creating value for stakeholders through impact assessment: Tjeerd Krumpelman, alþjóðasviðsstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO.

Sjálfbær sjávarútvegur - tækifæri og áskoranir: Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Vistvænni mannvirkjagerð - út frá sjónarhóli verktaka: Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.

Bætt orkunýting í skipaflutningum: Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri Cargow.

Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×