Afhentu Orkuklasanum þrjátíu milljóna króna ágóða Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 16:20 Dr. Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins í Reykjavík, og Hildigunnur Thorsteinsson, varaformaður nefndarinnar, afhentu Fang Hua, fulltrúa kínversku sendinefndarinnar á ráðstefnunni formlegt hlutverk gestgjafans. Tomasz Urban Þrjátíu milljóna króna ágóði af Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins var afhentur Orkuklasanum við hátíðlega athöfn í Grósku í gær. „Þörfin fyrir öflun sjálfbærrar orku hefur líklega aldrei verið meiri í heiminum en nú og Íslendingar eiga mikil og ónýtt tækifæri þegar kemur að því að virkja og miðla þeirri þekkingu og sem hefur skapast í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa,“ er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar Íslands um Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins (WGC), sem haldið var hér á landi í október í fyrra, í fréttatilkynningu um sjóðinn. Viðburðurinn skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni aðstandendur ráðstefnunnar hafa sammælst um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans, sem er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem vinna að orkumálum, sem svo á að nýta til að efla samtal um sjálfbæra orkuöflun á milli innlendra og erlendra aðila. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni. Mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands. „Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu. Sjóðurinn var afhentur formlega á svokölluðu lokahófi WGC í Grósku í gær þar sem farið var yfir þau tækifæri sem viðburðurinn hefur skapað Íslendingum og hvernig hægt væri að nýta þau áfram. Alls spannaði undirbúningurinn um átta ár því 2013 sóttu Íslendingar um að fá að halda það og kepptu þar við þjóðir eins og Bandaríkin og Þýskaland, og hvaða tækifæri og tengsl hafa skapast við ferlið allt. „Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna. Heimsþingið, sem að jafnaði er haldið á fimm ára fresti, er ein allra stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Þingið sóttu yfir tvö þúsund gestir frá um hundrað löndum bæði í gegnum fjarfundarbúnað og með þátttöku á staðnum. Tíðindum þótti sæta hve vel framkvæmdin tókst til í krefjandi aðstæðum eftir langvarandi samkomutakmarkanir um allan heim. Orkumál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
„Þörfin fyrir öflun sjálfbærrar orku hefur líklega aldrei verið meiri í heiminum en nú og Íslendingar eiga mikil og ónýtt tækifæri þegar kemur að því að virkja og miðla þeirri þekkingu og sem hefur skapast í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa,“ er haft eftir Bjarna Pálssyni, formanni undirbúningsnefndar Íslands um Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins (WGC), sem haldið var hér á landi í október í fyrra, í fréttatilkynningu um sjóðinn. Viðburðurinn skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni aðstandendur ráðstefnunnar hafa sammælst um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans, sem er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem vinna að orkumálum, sem svo á að nýta til að efla samtal um sjálfbæra orkuöflun á milli innlendra og erlendra aðila. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni. Mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands. „Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu. Sjóðurinn var afhentur formlega á svokölluðu lokahófi WGC í Grósku í gær þar sem farið var yfir þau tækifæri sem viðburðurinn hefur skapað Íslendingum og hvernig hægt væri að nýta þau áfram. Alls spannaði undirbúningurinn um átta ár því 2013 sóttu Íslendingar um að fá að halda það og kepptu þar við þjóðir eins og Bandaríkin og Þýskaland, og hvaða tækifæri og tengsl hafa skapast við ferlið allt. „Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna. Heimsþingið, sem að jafnaði er haldið á fimm ára fresti, er ein allra stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hérlendis. Þingið sóttu yfir tvö þúsund gestir frá um hundrað löndum bæði í gegnum fjarfundarbúnað og með þátttöku á staðnum. Tíðindum þótti sæta hve vel framkvæmdin tókst til í krefjandi aðstæðum eftir langvarandi samkomutakmarkanir um allan heim.
Orkumál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira