Viðskipti innlent

Breyta nafni hótel­keðju Icelandair og Flug­leiða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Berjaya Land Berhard keypti félagið árið 2020.
Berjaya Land Berhard keypti félagið árið 2020. Vísir/Vilhelm

Nafnabreytingu á Flugleiðahótelum hf. og keðju Icelandair Hótela er lokið, en nýir eigendur félagsins, Berjaya Land Berhard (Berjaya), gerðu samkomulag við fyrri eigendur, Icelandair Group, um að láta af notkun vörumerkis þess síðarnefnda að lokinni sölu hótelfélagsins.

Nýtt nafn félagsins Flugleiðahótel er Iceland Hotel Collection by Berjaya og nafn hótelkeðjunnar fer úr Icelandair Hotels í Berjaya Iceland Hotels.

„Nýtt nafn er skírskotun í safn þeirra fjölbreyttu hótelvörumerkja sem Berjaya starfrækir hérlendis, og eru ýmist eigin vörumerki eða þau sem félagið rekur í sérleyfissamningi við Hilton Worldwide,“ segir í tilkynningu frá Berjaya Iceland Hotels.

Nöfn einstakra hótela í eigu Berjaya verður hið sama, líkt og Hótel Edda, Hilton Reykjavík Nordica og Alda Hotel Reykjavik.

Berjaya keypti Icelandair Hotels árið 2020 fyrir tíu milljarða króna. Eigandi Berjaya er Vincent Tan en hann er einnig þekktur fyrir að vera eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff.


Tengdar fréttir

Borga tíu milljarða fyrir Icelandair hótelin

Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×