Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný­sköpunar­verð­laun Ís­lands af­hent

Atli Ísleifsson skrifar
Fundarstjóri er Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.
Fundarstjóri er Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun afhenda Nýsköpunarverðlaun Íslands á Nýsköpunarþingi 2022 í Grósku sem stendur milli klukkan 13.3 og 15.00.

Í tilkynningu segir að veitt verði verðlaun fyrir árin 2021 og 2022. „Nýsköpunarþing er haldið árlega í samstarfi Hugverkastofunnar, Rannís, Íslandsstofu, og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Umfjöllunarefni Nýsköpunarþings hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum en yfirskrift þingsins ár er Hugvitið út – hvernig verður hugvit stærsta útflutningsgrein Íslands?

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá

  • Ávarp. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Undirstöður og drifkraftar verðmætasköpunar á grunni hugvits. Dr. Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGo
  • Sjálfbærni og nýsköpun: Verkfæri í sölu- og markaðsstarfi. Klara Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri gæða- og skráningarmála Kerecis
  • Nýsköpun felst í mannauðnum. Elín María Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðssviðs Controlant
  • Loforðin á bak við markmiðið. Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital
  • Nýsköpunarverðlaun Íslands 2021 og 2022 afhent. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Fundarstjóri er Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.

Um Nýsköpunarverðlaun Íslands

Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af fyrrnendum stofnunum til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×