Viðskipti innlent

Árni Pétur til 50skills

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Pétur Gunnsteinsson.
Árni Pétur Gunnsteinsson. aðsend

Árni Pétur Gunnsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu 50skills.

Í tilkynningu segir að Árni komi til 50skills frá Lauf Cycling þar sem hann hafi starfað síðastliðið ár í bestun ferla og að auka skalanleika í framleiðslu, þjónustu og gæðamálum.

„Árni starfaði í um áratug fyrir Össur, þar sem hann vann að rekstrarhagræðingu á ýmsum sviðum.

Hann er með B.Sc. í Vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 2007 og M.Sc. í Production Engineering & Management frá KTH-háskóla í Stokkhólmi frá 2011,“ segir í tilkynningunni.

50skills er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði ráðninga.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×