Viðskipti innlent

Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn

Kjartan Kjartansson skrifar
Sýn á meðal annars fjarskiptafyrirtækið Vodafone og fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi.
Sýn á meðal annars fjarskiptafyrirtækið Vodafone og fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi.

Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu.

Í tilkynningu Sýnar til kauphallarinnar kemur fram að Fasta ehf., Tækifæri ehf. og Borgarlind ehf. hafi sett fram kröfuna um hluthafafund. Samkvæmt samþykktum Sýnar þarf félagið að boða til hluthafafundar innan fjórtán daga. Hluthafafundur skal boðaður með þriggja vikna fyrirvara.

Krafa hluthafanna þriggja er að efni hluthafafundarins verði stjórnarkjör.

Fasti ehf. er umsvifamesti hluthafinn af þeim þremur sem fara nú fram á hluthafafundinn. Félagið er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur. Hilmar Þór sóttist eftir sæti í stjórn Sýnar í stjórnarkjörinu sem fór fram 31. ágúst en náði ekki kjöri.

Boðað var til þess stjórnarkjörs að kröfu Gavia Invest sem fór með 16,08% hlut í Sýn. Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia, var eini nýi maðurinn sem náði kjöri í stjórn en fjórir af fimm stjórnarmönnum sem sóttust eftir endurkjöri náðu því.

Innherji greindi frá því að þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar sem ráða saman meira en fjórðungseignarhluta hefðu beitt sér fyrir því að sitjandi stjórnarmenn næðu endurkjöri í stjórnarkjörinu.

Vísir er í eigu Sýnar hf.


Tengdar fréttir

Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör.

Sjö bítast um fimm sæti í stjórn Sýnar

Tilnefningarnefnd Sýnar vegna yfirvofandi stjórnarkjörs í félaginu metur það svo að þeir sjö frambjóðendur sem vilja komast í stjórn félagsins. séu allir hæfir til stjórnarsetu. Stjórnarformaður Sýnar sækist ekki eftir endurkjöri.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.