Viðskipti innlent

Orkan kaupir um þriðjungshlut í Straumlind

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Orkunni Kristján Már Atlason, Lárus Árnason, Auður Daníelsdóttir. Frá Straumlind Símon Einarsson, Gunnar Einarsson, Alexander Moses og Ólöf Embla Einarsdóttir.
Frá Orkunni Kristján Már Atlason, Lárus Árnason, Auður Daníelsdóttir. Frá Straumlind Símon Einarsson, Gunnar Einarsson, Alexander Moses og Ólöf Embla Einarsdóttir. Orkan

Orkan IS hefur náð samkomulagi um kaup á 34 prósenta eignarhlut í nýsköpunar- og raforkusölufyrirtækinu Straumlind ehf.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Orkunni. Fram kemur að Straumlind hafi verið stofnað árið 2020.

„Straumlind hefur þróað eigin hugbúnað, sem byggir á gervigreind og sjálfvirkni. Nýlega kynnti Straumlind til leiks nýja þjónustu, sem býður notendum upp á ódýrara rafmagn á nóttunni. Þetta er aðeins fyrsta skrefið af mörgum, í átt að snjallara raforkukerfi.

 Við viljum með þessari þjónustu koma til móts við notendur með betri verðum, stuðla að álagsjöfnun rafmagns og þar með nýta innviði orkukerfisins betur,“ segir í tilkynningunni.

Fjölorkufélagið Orkan rekur sjötíu þjónustustöðvar um allt land.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×